Rennslið í Ölfusá gæti þrefaldast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 10:47 Myndin er tekin við Álafoss í Mosfellsbæ í gær en mikið rennsli er í fossinum eftir rigninguna seinustu daga. vísir/gva Það er ennþá mjög mikil rigning í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul sem og við suðurhluta Vatnajökuls. Það mun því halda áfram að bæta í rennsli í ám á svæðinu í allan dag segir Matthew Roberts fagstjóri vatnavár hjá Veðurstofu Íslands. „Djúpá vestur við Skeiðarársand vex til dæmis núna mjög hratt og er komið flóðaástand en ég held að hættulegasta ástandið sé við Múlakvísl vegna leysingavatns og rigningar. Hvítá í Árnessýslu er líka enn að vaxa og vex áfram í allan dag þar sem það á ekki að stytta upp fyrr en um níuleytið í kvöld á þessu svæði,“ segir Matthew í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að meta hversu mikið rennsli er í Múlakvísl nú. „Það flæðir bara út um allt þarna en við mælum vatnshæðina í miðri Múlakvísl og hún er núna yfir tveimur metrum. Það er hæsta rennsli í ánni síðan í hlaupinu árið 2011,“ segir Matthew en eins og mörgum er í fersku minni var það mikið hlaup sem tók með sér brúna yfir Múlakvísl og rauf þannig hringveginn.Nýja brúin er hins vegar hönnuð til þess að standa af sér hlaup og flóð og að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi er Múlakvísl og brúin því tiltölulega örugg. Miklir vatnavextir eru jafnframt í Ölfusá. „Við brúna á Selfossi eru þetta núna 680 rúmmetrar á sekúndu en rennslið í ánni á þessu svæði er vanalega um 300 rúmmetrar á sekúndu. Við búumst við því að þetta nái ekki hámarki í Ölfusá fyrr en síðdegis á morgun og að rennslið verði allt að 900 til 1000 rúmmetrar á sekúndu. Svo mikið rennsli er þó ekki hættulegt. Rennslið í Múlakvísl og Jökulá á Sólheimasandi ætti hins vegar að ná hámarki í dag og svo sjatnar þetta mjög hratt,“ segir Matthew. Sveinn Kristján segir að lögreglan á Suðurlandi fylgist áfram vel með í dag og í raun eins lengi og þarf. Lögreglan hefur ekki þurft að aðstoða neina ferðamenn vegna vatnavaxta enda virði fólk lokanir. „Við vörum við ferðum á Fjallabaksleið og svo erum við með lokað inn í Þórsmörk og ég vil bara koma því á framfæri að við erum mjög ánægðir með hversu vel fólk hefur virt lokanir,“ segir Sveinn Kristján.Þessi hlaupari lét ekki stóra polla og mikinn vatnsflaum í Elliðaárdalnum stoppa sig í morgun en stórir pollar eru víða í dalnum og óvenjulega mikið rennsli í ánni. Engin hætta er þó á ferðum að sögn fagstjóra vatnavár Veðurstofunnar.vísir/birgittaVeðurhorfur á landinu næstu daga:Veðurstofan varar við mikilli rigningu á sunnanverðu landinu í dag og stormi á miðhálendinu. Fólki er því bent á að ganga vel frá niðurföllum til að tryggja að vatnið komist rétta leið. Suðaustan 10-18 metrar á sekúnd. Talsverð eða mikil rigning sunnanlands, rigning með köflum vestanlands, en léttir til norðaustanlands. Talsverð rigning vestanlands síðdegis. Dregur úr úrkomu í kvöld og nótt. Suðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu í fyrramálið, en lægir smám saman þegar líður á daginn. Rigning með köflum norðvestan til, léttskýjað norðan- og norðaustanlands, en annars skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast norðaustantil, en heldur svalara á morgun.Á laugardag:Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 10 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-10 metrar á sekúndu og rigning með köflum suðaustan- og austanlands, en annars hægviðri og bjart í veðri. Hiti 2 til 8 stig að deginum.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir um landið sunnanvert, en þurrt og bjart að mestu fyrir norðan. Áfram fremur svalt í veðri.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti breytist lítið.Á miðvikudag:Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veður.Elliðaáin í morgun.vísir/birgitta Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Búist við mikilli áframhaldandi rigningu á Suður- og Vesturlandi Sólarhringsúrkoma í Bláfjöllum 150 millimetrar. 12. október 2016 17:28 Miklir vatnavextir á Þingvöllum: Kafarar þurftu frá að hverfa í Silfru Þjóðgarðsverðir segja mikið mildi að ekki sé frost í jörðu. 12. október 2016 21:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Það er ennþá mjög mikil rigning í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul sem og við suðurhluta Vatnajökuls. Það mun því halda áfram að bæta í rennsli í ám á svæðinu í allan dag segir Matthew Roberts fagstjóri vatnavár hjá Veðurstofu Íslands. „Djúpá vestur við Skeiðarársand vex til dæmis núna mjög hratt og er komið flóðaástand en ég held að hættulegasta ástandið sé við Múlakvísl vegna leysingavatns og rigningar. Hvítá í Árnessýslu er líka enn að vaxa og vex áfram í allan dag þar sem það á ekki að stytta upp fyrr en um níuleytið í kvöld á þessu svæði,“ segir Matthew í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að meta hversu mikið rennsli er í Múlakvísl nú. „Það flæðir bara út um allt þarna en við mælum vatnshæðina í miðri Múlakvísl og hún er núna yfir tveimur metrum. Það er hæsta rennsli í ánni síðan í hlaupinu árið 2011,“ segir Matthew en eins og mörgum er í fersku minni var það mikið hlaup sem tók með sér brúna yfir Múlakvísl og rauf þannig hringveginn.Nýja brúin er hins vegar hönnuð til þess að standa af sér hlaup og flóð og að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi er Múlakvísl og brúin því tiltölulega örugg. Miklir vatnavextir eru jafnframt í Ölfusá. „Við brúna á Selfossi eru þetta núna 680 rúmmetrar á sekúndu en rennslið í ánni á þessu svæði er vanalega um 300 rúmmetrar á sekúndu. Við búumst við því að þetta nái ekki hámarki í Ölfusá fyrr en síðdegis á morgun og að rennslið verði allt að 900 til 1000 rúmmetrar á sekúndu. Svo mikið rennsli er þó ekki hættulegt. Rennslið í Múlakvísl og Jökulá á Sólheimasandi ætti hins vegar að ná hámarki í dag og svo sjatnar þetta mjög hratt,“ segir Matthew. Sveinn Kristján segir að lögreglan á Suðurlandi fylgist áfram vel með í dag og í raun eins lengi og þarf. Lögreglan hefur ekki þurft að aðstoða neina ferðamenn vegna vatnavaxta enda virði fólk lokanir. „Við vörum við ferðum á Fjallabaksleið og svo erum við með lokað inn í Þórsmörk og ég vil bara koma því á framfæri að við erum mjög ánægðir með hversu vel fólk hefur virt lokanir,“ segir Sveinn Kristján.Þessi hlaupari lét ekki stóra polla og mikinn vatnsflaum í Elliðaárdalnum stoppa sig í morgun en stórir pollar eru víða í dalnum og óvenjulega mikið rennsli í ánni. Engin hætta er þó á ferðum að sögn fagstjóra vatnavár Veðurstofunnar.vísir/birgittaVeðurhorfur á landinu næstu daga:Veðurstofan varar við mikilli rigningu á sunnanverðu landinu í dag og stormi á miðhálendinu. Fólki er því bent á að ganga vel frá niðurföllum til að tryggja að vatnið komist rétta leið. Suðaustan 10-18 metrar á sekúnd. Talsverð eða mikil rigning sunnanlands, rigning með köflum vestanlands, en léttir til norðaustanlands. Talsverð rigning vestanlands síðdegis. Dregur úr úrkomu í kvöld og nótt. Suðlæg átt 8-15 metrar á sekúndu í fyrramálið, en lægir smám saman þegar líður á daginn. Rigning með köflum norðvestan til, léttskýjað norðan- og norðaustanlands, en annars skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast norðaustantil, en heldur svalara á morgun.Á laugardag:Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 10 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-10 metrar á sekúndu og rigning með köflum suðaustan- og austanlands, en annars hægviðri og bjart í veðri. Hiti 2 til 8 stig að deginum.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir um landið sunnanvert, en þurrt og bjart að mestu fyrir norðan. Áfram fremur svalt í veðri.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti breytist lítið.Á miðvikudag:Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veður.Elliðaáin í morgun.vísir/birgitta
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Búist við mikilli áframhaldandi rigningu á Suður- og Vesturlandi Sólarhringsúrkoma í Bláfjöllum 150 millimetrar. 12. október 2016 17:28 Miklir vatnavextir á Þingvöllum: Kafarar þurftu frá að hverfa í Silfru Þjóðgarðsverðir segja mikið mildi að ekki sé frost í jörðu. 12. október 2016 21:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Búist við mikilli áframhaldandi rigningu á Suður- og Vesturlandi Sólarhringsúrkoma í Bláfjöllum 150 millimetrar. 12. október 2016 17:28
Miklir vatnavextir á Þingvöllum: Kafarar þurftu frá að hverfa í Silfru Þjóðgarðsverðir segja mikið mildi að ekki sé frost í jörðu. 12. október 2016 21:44