Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 12:57 Geimfari á vegum ESA úti í geim. Vísir/Getty Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Þó verður farið í nánari skoðun á sskuldbindingum samfara aðild áður en sótt verður um. Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, lagði þingsályktunartillöguna fram í sumar en Utanríkismálanefnd samþykkti í gær ályktun um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnunni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild og var ályktunin einnig samþykkt á þingi í dag. Í nefndaráliti Utanríkismálanefndar segir að nefndin telji að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu yrði til að efla vísindastarf og hátækniiðnað á Íslandi. Í umsögn dr. Kára Helgasonar og dr. Jóns Emils Guðmundssonar um þingsályktunartillöguna kemur fram að framlag Íslands yrði mun lægra í umsóknarferlinu, eða fyrstu fimm til tíu árin, og fullyrt er að Ísland geti gerst aðili að Geimvísindastofnunni með hófstilltum framlögum fyrst um sinn og 80–200 milljónir á ári seinna meir ef óskað verður eftir fullri aðild. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli í Reykjavík sendu allir umsögn og töldu allir skólarnir ástæðu til að sækja um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrir um áratug var settur á fót starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins til að kanna fýsileika aðildar eða samstarfs Íslands við Geimvísindastofnun en sá starfshópur lauk ekki störfum. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17