Milos verður áfram í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 08:00 Milos Milojevic verður áfram þjálfari Víkings. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45