Geimveðurstofa Bandaríkjann hefur gefið út viðvörun vegna sterks segulstorms í kvöld. Segulstormar geta haft margvísleg áhrif á fjarskipti, rafveitukerfi og gervitungl en fólki á jörðu niðri er lítil sem engin hætta búin af segulstormi.
Helsta hliðarafurð segulstorma eru norðurljósin sem Íslendingar þekkja svo vel og ferðamenn flykkjast hingað til lands til að sjá.
Á vef Veðurstofu Íslands sést að spáð er allmikilli vikni norðurljósa í kvöld. Samkvæmt skýjahuluspá Veðurstofunnar ætti vel að sjást til norðurljósa í kvöld og í nótt á ákveðnum svæðum í grennd við höfuðborgarsvæðið auk þess sem að svæðið allt frá Ströndum á Vestfjörðum að Neskaupsstað sleppur við skýjahulu.
