Stelpurnar tóku gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2016 18:45 Íslensku Evrópumeistararnir. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu. Fimleikar Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu.
Fimleikar Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira