Menntun er forsenda bættra lífskjara Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 15. október 2016 07:00 Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar. Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð þegar kemur að menntamálum. Tryggja þarf að fyrirsjáanlegri þróun og þörf atvinnulífsins sé mætt í menntakerfinu með aukinni áherslu á iðn-, verk- og tækninám á öllum skólastigum enda er nýliðun í ýmsum greinum nú þegar orðin áhyggjuefni og gæti orðið enn meira vandamál í framtíðinni ef ekki er brugðist við. Mikil eftirspurn er eftir starfsmönnum sem hafa ýmiskonar iðnmenntun og því er ljóst að auka þarf áherslu á menntun í iðn-, verk- og tæknigreinum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Á sama tíma er mikilvægt að kerfislægur vandi í íslensku menntakerfi sé leiðréttur enda má hann ekki verða hindrun þegar námsleiðir eru valdar. Tryggja þarf skýrar leiðir til náms á háskólastigi að loknu iðnnámi, t.d. í gegnum fagháskólanám. Einnig þarf að tryggja að nemendur sem hefja nám í iðngreinum geti lokið samningi og bóklegu námi á áætluðum tíma með því að hafa samning við meistara. Stuðla ætti að því að framhaldsskólar fái úthlutað því fjármagni sem þarf til að halda úti námi í iðn-, verk- og tæknigreinum. Við verðum að auka hlutfall grunnskólanemenda sem velja slíka menntun og vinna markvisst að því að það nám verði metið til jafns við bóknám. Um leið og unnið er að því að efla grunnmenntun í iðn-, verk- og tæknigreinum er brýnt að huga vel að því með hvaða hætti má fjölga þeim sem velja raunvísindi og tæknigreinar á háskólastigi. Það takmarkar framleiðslugetu margra fyrirtækja að þau búa við skort á fagmenntuðu og sérhæfðu starfsfólki á öllum skólastigum. Það er mikilvægt að setja í forgang vinnu við að undirbyggja tækifæri til aukinnar framleiðni og verðmætasköpunar með því að efla menntun sem mætir fyrirsjáanlegri þróun í atvinnulífinu. Við viljum að menntastefna sé í takt við atvinnustefnu þar sem greindar eru framtíðarþarfir atvinnulífsins og samfélagsins fyrir hæfni og þekkingu fólks. Það kallar á virkt samstarf við ráðuneyti menntamála, allra skólastiga og annarra hagsmunaaðila í menntamálum. Það er hagur okkar allra að menntamálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflugt menntakerfi er fjárfesting til framtíðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar. Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð þegar kemur að menntamálum. Tryggja þarf að fyrirsjáanlegri þróun og þörf atvinnulífsins sé mætt í menntakerfinu með aukinni áherslu á iðn-, verk- og tækninám á öllum skólastigum enda er nýliðun í ýmsum greinum nú þegar orðin áhyggjuefni og gæti orðið enn meira vandamál í framtíðinni ef ekki er brugðist við. Mikil eftirspurn er eftir starfsmönnum sem hafa ýmiskonar iðnmenntun og því er ljóst að auka þarf áherslu á menntun í iðn-, verk- og tæknigreinum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Á sama tíma er mikilvægt að kerfislægur vandi í íslensku menntakerfi sé leiðréttur enda má hann ekki verða hindrun þegar námsleiðir eru valdar. Tryggja þarf skýrar leiðir til náms á háskólastigi að loknu iðnnámi, t.d. í gegnum fagháskólanám. Einnig þarf að tryggja að nemendur sem hefja nám í iðngreinum geti lokið samningi og bóklegu námi á áætluðum tíma með því að hafa samning við meistara. Stuðla ætti að því að framhaldsskólar fái úthlutað því fjármagni sem þarf til að halda úti námi í iðn-, verk- og tæknigreinum. Við verðum að auka hlutfall grunnskólanemenda sem velja slíka menntun og vinna markvisst að því að það nám verði metið til jafns við bóknám. Um leið og unnið er að því að efla grunnmenntun í iðn-, verk- og tæknigreinum er brýnt að huga vel að því með hvaða hætti má fjölga þeim sem velja raunvísindi og tæknigreinar á háskólastigi. Það takmarkar framleiðslugetu margra fyrirtækja að þau búa við skort á fagmenntuðu og sérhæfðu starfsfólki á öllum skólastigum. Það er mikilvægt að setja í forgang vinnu við að undirbyggja tækifæri til aukinnar framleiðni og verðmætasköpunar með því að efla menntun sem mætir fyrirsjáanlegri þróun í atvinnulífinu. Við viljum að menntastefna sé í takt við atvinnustefnu þar sem greindar eru framtíðarþarfir atvinnulífsins og samfélagsins fyrir hæfni og þekkingu fólks. Það kallar á virkt samstarf við ráðuneyti menntamála, allra skólastiga og annarra hagsmunaaðila í menntamálum. Það er hagur okkar allra að menntamálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því öflugt menntakerfi er fjárfesting til framtíðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun