Ný tækifæri fyrir Ísland vegna útgöngu Breta úr ESB Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 16:27 Lilja Alfreðsdóttir hélt ræðu í gær í Háskóla Reykjavíkur um útgöngu Breta úr ES. Vísir Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“ Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“
Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18
Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00