Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 15:18 Donald Trump. Vísir/Getty Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Kathy Heller segir að Trump hafi kysst sig án vilja hennar á heimili Trump í Flórída fyrir tuttugu árum síðan. Eftir að upp komst um myndband frá árin 2005 þar Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“ hafa alls átta konur stigið fram með ásakanir sem svipa mjög til þess sem Trump lýsti í umræddu myndbandi.Heller, sem nú er 63 ára, lýsir reynslu sinni af Trump í viðtali við The Guardian. Þar segir hún að fyrir tuttugu árum hafi hún hitt Trump í fyrsta og eina skipti. Þar hafi hann gripið í hana og reynt að kyssa hana. Við það hafi Heller reynt að koma sér undan. Segir hún að Trump hafi ekki tekið það í mál, haldið henni fastri og kysst hana. Í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna þvertók Trump fyrir að hafa nokkru sinni gert eitthvað slíkt. Heller segist hafa fengið holskeflu af tölvupóstum fá ættingjum og vinum eftir að ásakanirnar á hendur Trump hrönnuðust upp. Heller hafði sagt þeim frá þessu fyrir mörgum árum en aldrei stigið fram fyrr en nú. Mjög hefur fjarað undan kosningabaráttu Trump eftir að konurnar níu stigu fram. Bætast þær ásakanir við fregnir af því að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt til fjölda ára í Bandaríkjunum. Sigurlíkur Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata, hafa aukist til muna undanfarnar vikur. Framundan eru þriðju og síðustu kappræður Trump og Hillary. Fara þær fram á miðvikudaginn en gengið verður til kosninga 8. nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Kathy Heller segir að Trump hafi kysst sig án vilja hennar á heimili Trump í Flórída fyrir tuttugu árum síðan. Eftir að upp komst um myndband frá árin 2005 þar Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“ hafa alls átta konur stigið fram með ásakanir sem svipa mjög til þess sem Trump lýsti í umræddu myndbandi.Heller, sem nú er 63 ára, lýsir reynslu sinni af Trump í viðtali við The Guardian. Þar segir hún að fyrir tuttugu árum hafi hún hitt Trump í fyrsta og eina skipti. Þar hafi hann gripið í hana og reynt að kyssa hana. Við það hafi Heller reynt að koma sér undan. Segir hún að Trump hafi ekki tekið það í mál, haldið henni fastri og kysst hana. Í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna þvertók Trump fyrir að hafa nokkru sinni gert eitthvað slíkt. Heller segist hafa fengið holskeflu af tölvupóstum fá ættingjum og vinum eftir að ásakanirnar á hendur Trump hrönnuðust upp. Heller hafði sagt þeim frá þessu fyrir mörgum árum en aldrei stigið fram fyrr en nú. Mjög hefur fjarað undan kosningabaráttu Trump eftir að konurnar níu stigu fram. Bætast þær ásakanir við fregnir af því að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt til fjölda ára í Bandaríkjunum. Sigurlíkur Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata, hafa aukist til muna undanfarnar vikur. Framundan eru þriðju og síðustu kappræður Trump og Hillary. Fara þær fram á miðvikudaginn en gengið verður til kosninga 8. nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14