Gafst upp í miðjum leik og gaf stig: "Ég skulda ykkur ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2016 16:00 Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik. Tennis Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik.
Tennis Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira