Gafst upp í miðjum leik og gaf stig: "Ég skulda ykkur ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2016 16:00 Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik. Tennis Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik.
Tennis Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli