Mætingin á niðurleið í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 06:00 Stuðningsmenn FH mættu best í sumar. vísir/ernir Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsídeild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knattspyrnusambands Íslands en í heildina mættu 127.740 áhorfendur á leikina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðaltali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. Mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næstum því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. Sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. Mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku Íslands.Versló-þynnka, ekki EM-þynnka Mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en Íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakklandi. Talað var um EM-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunarmannahelgina. Hún var langverst á meðan Ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir EM, á meðan á EM stóð, eftir EM og fram að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. Sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. Alls mættu 1.235 á leikina 42 sem voru spilaðir fyrir EM.Svona leit mætingin út í sumar. Sjá má grafíkina stærri með því að smella á myndina.Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á EM stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. EM-þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir EM og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmannahelgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni.Árbæingar traustir Íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. KR var í öðru sæti með 1.163 áhorfendur að meðaltali á leik en næst komu Stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorfendur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og Ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta Reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þróttarvelli. Skaginn var efstur landsbyggðarliðanna með 820 áhorfendur að meðaltali á leik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira