Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Bragi Guðbrandsson mynd/úr einkasafni Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00
Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00