Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City, var í tvo áratugi hjá stórliði Barcelona, bæði sem leikmaður og þjálfari.
Guardiola naut mikillar velgengni hjá félaginu og er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum þess. Faðir hans, Valenti, sér þó ekki fyrir sér að Pep muni einn daginn snúa aftur.
„Snúa aftur til Barcelona? Sem hvað - boltastrákur?“ sagði Valenti í útvarpsviðtali á Spáni á dögunum.
„Ég sé ekki fyrir mér að hann komi aftur - hvort sem það verði sem þjálfari eða forseti félagsins. Tími hans hjá Barcelona sé liðinn og ég tel að það væri ekki gæfuskref fyrir hann.“
„Ég held að það sé þó allavega fullvíst að hann mun aldrei aftur þjálfa Barcelona,“ sagði hann enn fremur.
Barcelona mætir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á morgun en leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeildarmörkin hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.15.
Segir algjörlega útilokað að Guardiola snúi aftur til Barcelona
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn