Villta vestrið Ívar Halldórsson skrifar 18. október 2016 14:19 Í bítið á Bylgjunni fékk til sín góða gesti þann 13. október sem kynntu framtakið „Ekki hata“, sem er frábær vitundarvakning gegn ofbeldi á netinu. Hlusta má á þáttinn hér. Ég eins og flestir vitum að ástandið hérlendis er víða orðið jafn slæmt og í villta vestrinu forðum daga, þegar sexhleypurnar fengu að ráða niðurlögum mála vegna þess að einhver útlaginn var ekki sammála einhverjum galvöskum gríngóa. Við segjum að það sé skoðanafrelsi hérlendis, þegar í raun og veru búum við við vaxandi skoðanakúgun. Við fáum ekki lengur að heyra allar hliðar á málunum vegna þess að fólk hættir ekki á að vera niðurlægt opinberlega fyrir afstöðu sína. Fólk þorir ekki að greiða atkvæði með eða á móti vissum málefnum því það er hrætt um að ráðist verði til harðrar atlögu gegn því vegna skoðana sinna. En það er ekki hægt að banna fólki að hafa skoðanir þótt sumir krefjist reyndar þess að fólk hreinlega gefi upp sína skoðun fyrir aðra fyrirvaralaust, ella hafi þeir sem „ranga skoðun“ hafa, verra af. Sjálfskipaðir skoðanaskerfarar eru í sjálfboðavinnu víða í okkar samfélagi með sexhleypurnar sínar á lofti. Að fara inn á samskiptamiðlana er oft eins og að ganga inn á reykfyllta og skítuga kúrekakrá í villta vestrinu þar sem rangt augnaráð, misskilin hreyfing eða óvelkomin skoðun getur kostað kráargesti lífið. Mannréttinda- og jafnréttislög takmarka hvaða skoðanir má viðra í okkar samfélagi til að standa vörð um persónulegt öryggi fólks og tryggja sátt meðal ólíkra íbúa þjóðarinnar. Að mismuna eða gera lítið úr persónu á grundvelli trúar, kyns, litarháttar eða kynhneigðar er til að mynda brot á lögum. Lögin stuðla að góðu siðferði í samskiptum milli landsbúa, og hvetja okkur öll til þess að bera virðingu fyrir samlöndum; óháð útliti, bakgrunni, trúarlegri afstöðu eða því hvort við sofum hjá sama kyni eða ekki. Skoðanafrelsi er ekki frelsi til að niðurlægja, mismuna eða leggja ákveðnar persónur í einelti. Ef við ætlum að nýta svokallað skoðanafrelsið til að gera lítið úr öðrum og jafnvel ganga svo langt, eins og því miður fjöldi Íslendinga gerir á samskiptamiðlum okkar og víðar, að kalla hvort annað niðrandi nöfnum, tökum við sem þjóðfélag stórt siðferðislegt skref afturábak. Með slíkri hegðun kæfum við auk þess þá málefnalegu umræðu sem þarf að eiga sér stað. Málefni líðandi stundar eru fjölmörg, og yfirleitt eru margar hliðar á hverju máli fyrir sig og skoðanirnar ófáar eftir því. Auðvitað er engin leið að allir geti alltaf verið sammála um allt. Það er ómögulegt að allir hafi rétt fyrir sér. Við eigum að gagnrýna skoðanir hvers annars með virðingu hvert fyrir öðru. Að hlusta á gagnrýni með opnum huga verður oft til þess að mislaga ágreiningsbrotin smelli saman og taki á sig skýrari mynd. En opinber gagnrýni og skoðanatjáning þarf ávallt að beinast að umræðuefninu, og þá aldrei að persónunni sem tjáir sitt viðhorf til málsins. Með málefnalegri gagnrýni finnum við skynsamlegar leiðir til að leysa hin erfiðustu mál. Ég hef oft skipt skoðun minni út fyrir aðra vel rökstudda skoðun. Með því að hlusta á sjónarmið annara áttum við okkur stundum á því að sjónarhorn okkar er oft heldur þröngt. Stundum kemur fyrir að fólk getur hreinlega ekki verið sammála um viðhorf eða lausnir. Þá þarf fólk að bera nægan þroska til þess að sættast á að vera sammála um að vera ósammála og halda þannig friðinn. Það veldur miklum vonbrigðum hversu lágt fólk hérlendis leggur sig í umræðu á netinu. Hatur, persónuníð og mannfyrirlitning er orðið daglegt brauð hér á landi í villta vestri veraldarvefsins; samskiptamiðlunum sem allir hafa aðgang að. Maður setur sig þá í spor kráareigandans á kránni í villta vestrinu, sem vissi að ef einhverjum óþokkanum líkaði ekki við viskíið sem hann bar fram, var hætt við að hann fengi viskíflöskuna í hausinn eða þá hann látinn dansa “byssukúludansinn” meðan ribbaldinn skaut miskunnarlaust í gólfið þar sem hann stóð. Að vera kallaður „fífl“, „ógeð“ eða „trúarhálfviti“ af einhverjum óbeisluðum einstaklingum sem ekki þekkir mann persónulega gerir mann auðvitað ekki að fífli, ógeði eða trúarhálfvita. Ekki frekar en að vera kallaður “pípulagningamaður” af einhverjum geri mig að pípulagningamanni. Slík óþroskuð hegðun segir hins vegar ýmislegt um þá sem leyfa sér að níða og rægja samlanda sína með opinberum hætti. Orðin endurspegla innri mann. Auðvitað þarf að stöðva þessa siðlausu þróun hér á landi. Það hefur reynst erfitt, enda enginn Lukku-Láki, John Wayne eða Clint Eastwood í þessu villta vestri til að taka í taumana eins og þeir gerðu forðum daga, þegar að bandítar niðurlægðu óillviljaða kráargesti með því að þekja þá tjöru og fiðri fyrir allra augum. Grófari ribbaldar aðhylltust “skjóta fyrst og spyrja svo regluna”, og fylltu fólk sem var fyrir þeim umsvifalaust af blýi. Í okkar landi býr fólk með fjölbreytta lífssýn og ólíkar skoðanir. Til að tryggja góða sambúð ólíkra einstaklinga hérlendis þurfum við að geta rætt málin án þess að vega að hvort öðru með níði og rógburði. Við þurfum að geta sett okkur í spor annara og hlusta gaumgæfilega á allar hliðar málsins. Við megum ekki leyfa endalausum fordómum að birgja okkar sýn. Við þurfum þá einnig að tilreikna náunga okkar hið besta og leyfa honum að njóta vafans þegar kemur að viðkvæmum málefnum. Flestum gengur gott eitt til þegar þeir bera fram skoðanir sínar, en því miður er oft svo stutt í fordóma og móðgunargjarna hegðun að einlæg sjónarmið eru kaffærð í fæðingu. Um leið og við tökum augun af efninu og förum að ráðast hvert á annað, setjum við um leið upp gaddavír yfir þær götur sem liggja til góðra lausna. Mig langar að enda á því að vitna í næst elstu dóttur mína sem segist af eigin raun hafa upplifað misbeitingu skoðanafrelsis hér á landi og orðið vör við eineltið sem á sér stað; bæði á netinu og í fjölmiðlum. Hún sagði þetta varðandi þær mörgu skoðanir sem bornar eru fram af ólíkum persónum. Mér fannst hún eiginlega hitta naglann á höfuðið: „Hvaða manneskja er það hlutlaus að hún geti fullyrt hvaða skoðun sé rétt, og hvaða skoðun sé ekki rétt?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í bítið á Bylgjunni fékk til sín góða gesti þann 13. október sem kynntu framtakið „Ekki hata“, sem er frábær vitundarvakning gegn ofbeldi á netinu. Hlusta má á þáttinn hér. Ég eins og flestir vitum að ástandið hérlendis er víða orðið jafn slæmt og í villta vestrinu forðum daga, þegar sexhleypurnar fengu að ráða niðurlögum mála vegna þess að einhver útlaginn var ekki sammála einhverjum galvöskum gríngóa. Við segjum að það sé skoðanafrelsi hérlendis, þegar í raun og veru búum við við vaxandi skoðanakúgun. Við fáum ekki lengur að heyra allar hliðar á málunum vegna þess að fólk hættir ekki á að vera niðurlægt opinberlega fyrir afstöðu sína. Fólk þorir ekki að greiða atkvæði með eða á móti vissum málefnum því það er hrætt um að ráðist verði til harðrar atlögu gegn því vegna skoðana sinna. En það er ekki hægt að banna fólki að hafa skoðanir þótt sumir krefjist reyndar þess að fólk hreinlega gefi upp sína skoðun fyrir aðra fyrirvaralaust, ella hafi þeir sem „ranga skoðun“ hafa, verra af. Sjálfskipaðir skoðanaskerfarar eru í sjálfboðavinnu víða í okkar samfélagi með sexhleypurnar sínar á lofti. Að fara inn á samskiptamiðlana er oft eins og að ganga inn á reykfyllta og skítuga kúrekakrá í villta vestrinu þar sem rangt augnaráð, misskilin hreyfing eða óvelkomin skoðun getur kostað kráargesti lífið. Mannréttinda- og jafnréttislög takmarka hvaða skoðanir má viðra í okkar samfélagi til að standa vörð um persónulegt öryggi fólks og tryggja sátt meðal ólíkra íbúa þjóðarinnar. Að mismuna eða gera lítið úr persónu á grundvelli trúar, kyns, litarháttar eða kynhneigðar er til að mynda brot á lögum. Lögin stuðla að góðu siðferði í samskiptum milli landsbúa, og hvetja okkur öll til þess að bera virðingu fyrir samlöndum; óháð útliti, bakgrunni, trúarlegri afstöðu eða því hvort við sofum hjá sama kyni eða ekki. Skoðanafrelsi er ekki frelsi til að niðurlægja, mismuna eða leggja ákveðnar persónur í einelti. Ef við ætlum að nýta svokallað skoðanafrelsið til að gera lítið úr öðrum og jafnvel ganga svo langt, eins og því miður fjöldi Íslendinga gerir á samskiptamiðlum okkar og víðar, að kalla hvort annað niðrandi nöfnum, tökum við sem þjóðfélag stórt siðferðislegt skref afturábak. Með slíkri hegðun kæfum við auk þess þá málefnalegu umræðu sem þarf að eiga sér stað. Málefni líðandi stundar eru fjölmörg, og yfirleitt eru margar hliðar á hverju máli fyrir sig og skoðanirnar ófáar eftir því. Auðvitað er engin leið að allir geti alltaf verið sammála um allt. Það er ómögulegt að allir hafi rétt fyrir sér. Við eigum að gagnrýna skoðanir hvers annars með virðingu hvert fyrir öðru. Að hlusta á gagnrýni með opnum huga verður oft til þess að mislaga ágreiningsbrotin smelli saman og taki á sig skýrari mynd. En opinber gagnrýni og skoðanatjáning þarf ávallt að beinast að umræðuefninu, og þá aldrei að persónunni sem tjáir sitt viðhorf til málsins. Með málefnalegri gagnrýni finnum við skynsamlegar leiðir til að leysa hin erfiðustu mál. Ég hef oft skipt skoðun minni út fyrir aðra vel rökstudda skoðun. Með því að hlusta á sjónarmið annara áttum við okkur stundum á því að sjónarhorn okkar er oft heldur þröngt. Stundum kemur fyrir að fólk getur hreinlega ekki verið sammála um viðhorf eða lausnir. Þá þarf fólk að bera nægan þroska til þess að sættast á að vera sammála um að vera ósammála og halda þannig friðinn. Það veldur miklum vonbrigðum hversu lágt fólk hérlendis leggur sig í umræðu á netinu. Hatur, persónuníð og mannfyrirlitning er orðið daglegt brauð hér á landi í villta vestri veraldarvefsins; samskiptamiðlunum sem allir hafa aðgang að. Maður setur sig þá í spor kráareigandans á kránni í villta vestrinu, sem vissi að ef einhverjum óþokkanum líkaði ekki við viskíið sem hann bar fram, var hætt við að hann fengi viskíflöskuna í hausinn eða þá hann látinn dansa “byssukúludansinn” meðan ribbaldinn skaut miskunnarlaust í gólfið þar sem hann stóð. Að vera kallaður „fífl“, „ógeð“ eða „trúarhálfviti“ af einhverjum óbeisluðum einstaklingum sem ekki þekkir mann persónulega gerir mann auðvitað ekki að fífli, ógeði eða trúarhálfvita. Ekki frekar en að vera kallaður “pípulagningamaður” af einhverjum geri mig að pípulagningamanni. Slík óþroskuð hegðun segir hins vegar ýmislegt um þá sem leyfa sér að níða og rægja samlanda sína með opinberum hætti. Orðin endurspegla innri mann. Auðvitað þarf að stöðva þessa siðlausu þróun hér á landi. Það hefur reynst erfitt, enda enginn Lukku-Láki, John Wayne eða Clint Eastwood í þessu villta vestri til að taka í taumana eins og þeir gerðu forðum daga, þegar að bandítar niðurlægðu óillviljaða kráargesti með því að þekja þá tjöru og fiðri fyrir allra augum. Grófari ribbaldar aðhylltust “skjóta fyrst og spyrja svo regluna”, og fylltu fólk sem var fyrir þeim umsvifalaust af blýi. Í okkar landi býr fólk með fjölbreytta lífssýn og ólíkar skoðanir. Til að tryggja góða sambúð ólíkra einstaklinga hérlendis þurfum við að geta rætt málin án þess að vega að hvort öðru með níði og rógburði. Við þurfum að geta sett okkur í spor annara og hlusta gaumgæfilega á allar hliðar málsins. Við megum ekki leyfa endalausum fordómum að birgja okkar sýn. Við þurfum þá einnig að tilreikna náunga okkar hið besta og leyfa honum að njóta vafans þegar kemur að viðkvæmum málefnum. Flestum gengur gott eitt til þegar þeir bera fram skoðanir sínar, en því miður er oft svo stutt í fordóma og móðgunargjarna hegðun að einlæg sjónarmið eru kaffærð í fæðingu. Um leið og við tökum augun af efninu og förum að ráðast hvert á annað, setjum við um leið upp gaddavír yfir þær götur sem liggja til góðra lausna. Mig langar að enda á því að vitna í næst elstu dóttur mína sem segist af eigin raun hafa upplifað misbeitingu skoðanafrelsis hér á landi og orðið vör við eineltið sem á sér stað; bæði á netinu og í fjölmiðlum. Hún sagði þetta varðandi þær mörgu skoðanir sem bornar eru fram af ólíkum persónum. Mér fannst hún eiginlega hitta naglann á höfuðið: „Hvaða manneskja er það hlutlaus að hún geti fullyrt hvaða skoðun sé rétt, og hvaða skoðun sé ekki rétt?“
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun