Tel mig eiga eitt gott ár eftir Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2016 06:00 Veigar Páll kominn í hvíta búninginn. vísir/ernir „Ég var búinn að heyra af áhuga FH en þegar haft var samband var þetta fljótt að gerast,“ segir Veigar Páll Gunnarsson við Fréttablaðið, en framherjinn þrautreyndi samdi við Íslandsmeistarana til eins árs á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær. Veigar kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hann hefur spilað eftir endurkomuna á klakann fyrir fjórum árum. Veigar, sem verður 37 ára gamall á næsta ári, er búinn að spila meistaraflokksbolta í 20 ár og á að baki tvo Íslandmeistaratitla með KR og Stjörnunni og einn Noregsmeistaratitil með Stabæk, en hann er talinn einn af bestu erlendu leikmönnunum sem hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni. „Ég er stoltur og ánægður yfir að FH sýndi mér áhuga og ég mun gera allt hvað ég get til að FH haldi því striki sem félagið hefur verið á undanfarin ár,“ segir Veigar Páll en FH varð meistari annað árið í röð á nýliðnu tímabili og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. Það hefur aldrei endað neðar en í öðru sæti á þessu tímabili.Illa nýttur í Garðabænum? Veigar Páll átti ekki fast sæti í Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð og langt frá því. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn byrjaði aðeins þrjá leiki af þeim 17 sem hann spilaði á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk og var eini leikmaðurinn í deildinni sem skoraði mark á minna en 90 mínútna fresti. Veigar skoraði „ekki nema“ í þremur leikjum (tvær tvennur) sem sýnir kannski svart á hvítu hversu fáar mínútur hann fékk hjá uppeldisfélaginu í Garðabænum sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn með fyrir tveimur árum. „Ég viðurkenni það, að ég var alls ekki sáttur við spiltímann hjá Stjörnunni. Líklegt er að þetta hefði ekkert breyst á næstu leiktíð og í raun er líklegra að þetta hefði versnað. Mér gekk vel í þeim leikjum sem ég spilaði og það var glæsilegur árangur fyrir Stjörnuna að ná öðru sæti en ég vildi spila meira. Hópurinn er samt sterkur og það er þjálfarinn sem ræður,“ segir Veigar Páll sem telur sig geta gefið mikið af sér til Íslandsmeistaraliðsins á næstu leiktíð. „Eins og mér leið á síðustu leiktíð finnst mér ég eiga eitt mjög gott ár eftir. Við fáum gott undirbúningstímabil og ég þarf bara að koma mér í gott form. Ég kann fótboltann alveg í hausnum en ég þarf bara að vera í góðu formi þannig ég geti skilað því sem býr í hausnum niður í lappirnar,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Á að hjálpa til við mörkin Veigar Páll er fyrsti leikmaðurinn sem FH fær til sín eftir að tímabilinu lauk en áður var félagið búið að semja við Steven Lennon sem spilar oft sömu stöðu og Garðbæingurinn fyrir aftan fremsta mann. Auk þess að spila með liðinu mun Veigar þjálfa í afreksskóla FH en Hafnarfjarðarliðið virðist ætla honum stóra hluti á næstu árum jafnt innan sem utan vallar. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hins vegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig að hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara á fótboltavellinum,“ segir Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH. FH-liðið skoraði aðeins 32 mörk á síðustu leiktíð, næstminnst af efstu fimm liðunum, en sóknarleikurinn reyndist meisturunum erfiður í sumar þó það kæmi á endanum ekki að sök. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýn á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Ég var búinn að heyra af áhuga FH en þegar haft var samband var þetta fljótt að gerast,“ segir Veigar Páll Gunnarsson við Fréttablaðið, en framherjinn þrautreyndi samdi við Íslandsmeistarana til eins árs á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær. Veigar kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hann hefur spilað eftir endurkomuna á klakann fyrir fjórum árum. Veigar, sem verður 37 ára gamall á næsta ári, er búinn að spila meistaraflokksbolta í 20 ár og á að baki tvo Íslandmeistaratitla með KR og Stjörnunni og einn Noregsmeistaratitil með Stabæk, en hann er talinn einn af bestu erlendu leikmönnunum sem hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni. „Ég er stoltur og ánægður yfir að FH sýndi mér áhuga og ég mun gera allt hvað ég get til að FH haldi því striki sem félagið hefur verið á undanfarin ár,“ segir Veigar Páll en FH varð meistari annað árið í röð á nýliðnu tímabili og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. Það hefur aldrei endað neðar en í öðru sæti á þessu tímabili.Illa nýttur í Garðabænum? Veigar Páll átti ekki fast sæti í Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð og langt frá því. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn byrjaði aðeins þrjá leiki af þeim 17 sem hann spilaði á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk og var eini leikmaðurinn í deildinni sem skoraði mark á minna en 90 mínútna fresti. Veigar skoraði „ekki nema“ í þremur leikjum (tvær tvennur) sem sýnir kannski svart á hvítu hversu fáar mínútur hann fékk hjá uppeldisfélaginu í Garðabænum sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn með fyrir tveimur árum. „Ég viðurkenni það, að ég var alls ekki sáttur við spiltímann hjá Stjörnunni. Líklegt er að þetta hefði ekkert breyst á næstu leiktíð og í raun er líklegra að þetta hefði versnað. Mér gekk vel í þeim leikjum sem ég spilaði og það var glæsilegur árangur fyrir Stjörnuna að ná öðru sæti en ég vildi spila meira. Hópurinn er samt sterkur og það er þjálfarinn sem ræður,“ segir Veigar Páll sem telur sig geta gefið mikið af sér til Íslandsmeistaraliðsins á næstu leiktíð. „Eins og mér leið á síðustu leiktíð finnst mér ég eiga eitt mjög gott ár eftir. Við fáum gott undirbúningstímabil og ég þarf bara að koma mér í gott form. Ég kann fótboltann alveg í hausnum en ég þarf bara að vera í góðu formi þannig ég geti skilað því sem býr í hausnum niður í lappirnar,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Á að hjálpa til við mörkin Veigar Páll er fyrsti leikmaðurinn sem FH fær til sín eftir að tímabilinu lauk en áður var félagið búið að semja við Steven Lennon sem spilar oft sömu stöðu og Garðbæingurinn fyrir aftan fremsta mann. Auk þess að spila með liðinu mun Veigar þjálfa í afreksskóla FH en Hafnarfjarðarliðið virðist ætla honum stóra hluti á næstu árum jafnt innan sem utan vallar. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hins vegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig að hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara á fótboltavellinum,“ segir Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH. FH-liðið skoraði aðeins 32 mörk á síðustu leiktíð, næstminnst af efstu fimm liðunum, en sóknarleikurinn reyndist meisturunum erfiður í sumar þó það kæmi á endanum ekki að sök. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýn á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn