Johnny Rotten kemur fram á Iceland Airwaves Kjartan Guðmundsson skrifar 20. október 2016 07:00 Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, áður Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols, opnar íslenska Pönksafnið og kemur fram á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves. Vísir/Getty Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, sem var hér áður fyrr þekktur undir nafninu Johnny Rotten og er einn af helstu brautryðjendum pönksins, er væntanlegur hingað til lands í þeim tilgangi að opna nýtt Pönksafn í Bankastræti og lesa upp úr verkum sínum á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Lydon varð einn alræmdasti maður Bretlands um umtalaður víða um heim um miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar hann fór fyrir hljómsveitinni Sex Pistols, sem tókst ásamt fleiri pönksveitum að trylla breskan æskulýð, valda yfirvöldum áhyggjum og marka djúp spor í dægurtónlistarsöguna þrátt fyrir stuttan líftíma. Að neðan má sjá tónlistarmyndband Sex Pistols við lagið Anarchy in the U.K. Þegar Sex Pistols lagði upp laupana stofnaði Lydon aðra sveit, P.i.L., sem hann hefur starfrækt með hléum fram á þennan dag. P.i.L. sendi síðast frá sér plötu í fyrra, en auk þess hefur Lydon endurvakið Sex Pistols nokkrum sinnum, komið fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og ritað greinar og bækur, þar á meðal tvær ævisögur sem báðar hafa hlotið afbragðsdóma. Koma pönk-goðsins er hvalreki fyrir hið nýja Pönksafn Íslands sem verður opnað í gamla núllinu í Bankastræti miðvikudaginn 2. nóvember og býsna viðeigandi að slíkur frumkvöðull opni safnið. Í Airwords-dagskrá Iceland Airwaves í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 3. nóvember, sem byggir á samspili tals og tóna, kemur Lydon fram á eftir öðrum gömlum pönkara, Bubba Morthens, sem lék stórt hlutverk í íslensku pönkbylgjunni í kringum 1980.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Vísir/ErnirSkilaboð frá guði eða Satan Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, er spenntur fyrir komu Lydon til Íslands. Hann segist einmitt hafa verið að lesa nýlega ævisögu pönkarans þegar sú hugmynd kom upp að fá hann til landsins. „Þetta voru eins og skilaboð, annaðhvort frá guði eða Satan,“ segir Grímur og bætir við að sjálfur hafi hann tekið nokkuð virkan þátt í íslensku pönkbylgjunni upp úr 1980. „Ég kem úr því umhverfi. Ég hlustaði á pönk og ég var á Hlemmi. Ég var kannski ekki aðaltöffarinn á Hlemmi, en ég var þar og ég fór líka á aðra sýningu á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og fleira þar fram eftir götunum,“ segir Grímur. „Sex Pistols var frábær hljómsveit og breytti tónlistarsögunni varanlega og John Lydon er auðvitað stórmerkilegur maður. Okkur finnst ótrúlega gaman að fá hann á Iceland Airwaves. Ef einhver hafði áhrif á eitthvað þá var það þessi gaukur.“ Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni.Vísir/PjeturVeit ekkert hvað hann ætti að segja „Það er ekki hægt að finna frægari pönkara í heiminum en Johnny Rotten,“ segir poppfræðingurinn Dr. Gunni, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að uppsetningu Íslenska Pönksafnsins upp á síðkastið ásamt Guðfinni Sölva Karlssyni, Þórdísi Claessen og Axel Hallkeli Jóhannessyni. John Lydon kemur til með að opna safnið í gamla núllinu í Bankastræti, kvennamegin, miðvikudaginn 2. október og Dr. Gunni segir að nú standi yfir lokafrágangur á safninu. Spurður hvort hann hlakki til að hitta gömlu pönk-hetjuna segist Dr. Gunni alltaf vera hálfkvíðinn þegar slíkir menn verða á vegi hans. „Ég efast um að ég muni hafa mig mikið í frammi,“ segir hann og hlær, og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann ætti svo sem að segja við Rotten. „Í viðtölum sem maður hefur séð við hann virðist hann fremur snöggur upp á lagið og ekkert sérstaklega viðkunnalegur, en svo er hann örugglega fínn gaur svona að tjaldabaki. Sex Pistols var auðvitað eitt af aðalböndunum þegar pönkið byrjaði, en á tímabili á 9. áratugnum þótti mér sveitin heldur slöpp. Ég er þó búinn að draga það allt til baka í dag, enda er Never Mind the Bollocks [eina breiðskífa Sex Pistols sem kom út á meðan sveitin var enn starfandi] skothelt pönkverk.“Að neðan má heyra viðtal við Johnny Rotten frá áttunda áratugnum. Airwaves Tengdar fréttir Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, sem var hér áður fyrr þekktur undir nafninu Johnny Rotten og er einn af helstu brautryðjendum pönksins, er væntanlegur hingað til lands í þeim tilgangi að opna nýtt Pönksafn í Bankastræti og lesa upp úr verkum sínum á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Lydon varð einn alræmdasti maður Bretlands um umtalaður víða um heim um miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar hann fór fyrir hljómsveitinni Sex Pistols, sem tókst ásamt fleiri pönksveitum að trylla breskan æskulýð, valda yfirvöldum áhyggjum og marka djúp spor í dægurtónlistarsöguna þrátt fyrir stuttan líftíma. Að neðan má sjá tónlistarmyndband Sex Pistols við lagið Anarchy in the U.K. Þegar Sex Pistols lagði upp laupana stofnaði Lydon aðra sveit, P.i.L., sem hann hefur starfrækt með hléum fram á þennan dag. P.i.L. sendi síðast frá sér plötu í fyrra, en auk þess hefur Lydon endurvakið Sex Pistols nokkrum sinnum, komið fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og ritað greinar og bækur, þar á meðal tvær ævisögur sem báðar hafa hlotið afbragðsdóma. Koma pönk-goðsins er hvalreki fyrir hið nýja Pönksafn Íslands sem verður opnað í gamla núllinu í Bankastræti miðvikudaginn 2. nóvember og býsna viðeigandi að slíkur frumkvöðull opni safnið. Í Airwords-dagskrá Iceland Airwaves í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 3. nóvember, sem byggir á samspili tals og tóna, kemur Lydon fram á eftir öðrum gömlum pönkara, Bubba Morthens, sem lék stórt hlutverk í íslensku pönkbylgjunni í kringum 1980.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Vísir/ErnirSkilaboð frá guði eða Satan Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, er spenntur fyrir komu Lydon til Íslands. Hann segist einmitt hafa verið að lesa nýlega ævisögu pönkarans þegar sú hugmynd kom upp að fá hann til landsins. „Þetta voru eins og skilaboð, annaðhvort frá guði eða Satan,“ segir Grímur og bætir við að sjálfur hafi hann tekið nokkuð virkan þátt í íslensku pönkbylgjunni upp úr 1980. „Ég kem úr því umhverfi. Ég hlustaði á pönk og ég var á Hlemmi. Ég var kannski ekki aðaltöffarinn á Hlemmi, en ég var þar og ég fór líka á aðra sýningu á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og fleira þar fram eftir götunum,“ segir Grímur. „Sex Pistols var frábær hljómsveit og breytti tónlistarsögunni varanlega og John Lydon er auðvitað stórmerkilegur maður. Okkur finnst ótrúlega gaman að fá hann á Iceland Airwaves. Ef einhver hafði áhrif á eitthvað þá var það þessi gaukur.“ Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni.Vísir/PjeturVeit ekkert hvað hann ætti að segja „Það er ekki hægt að finna frægari pönkara í heiminum en Johnny Rotten,“ segir poppfræðingurinn Dr. Gunni, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að uppsetningu Íslenska Pönksafnsins upp á síðkastið ásamt Guðfinni Sölva Karlssyni, Þórdísi Claessen og Axel Hallkeli Jóhannessyni. John Lydon kemur til með að opna safnið í gamla núllinu í Bankastræti, kvennamegin, miðvikudaginn 2. október og Dr. Gunni segir að nú standi yfir lokafrágangur á safninu. Spurður hvort hann hlakki til að hitta gömlu pönk-hetjuna segist Dr. Gunni alltaf vera hálfkvíðinn þegar slíkir menn verða á vegi hans. „Ég efast um að ég muni hafa mig mikið í frammi,“ segir hann og hlær, og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann ætti svo sem að segja við Rotten. „Í viðtölum sem maður hefur séð við hann virðist hann fremur snöggur upp á lagið og ekkert sérstaklega viðkunnalegur, en svo er hann örugglega fínn gaur svona að tjaldabaki. Sex Pistols var auðvitað eitt af aðalböndunum þegar pönkið byrjaði, en á tímabili á 9. áratugnum þótti mér sveitin heldur slöpp. Ég er þó búinn að draga það allt til baka í dag, enda er Never Mind the Bollocks [eina breiðskífa Sex Pistols sem kom út á meðan sveitin var enn starfandi] skothelt pönkverk.“Að neðan má heyra viðtal við Johnny Rotten frá áttunda áratugnum.
Airwaves Tengdar fréttir Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11