„Krónan okkar versti óvinur" Una Sighvatsdóttir skrifar 1. október 2016 12:49 Þorlákshöfn Rósa Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“ Brexit Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“
Brexit Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira