Stórkostleg ljósmynd tekin í Njarðvík: „Eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 11:12 TF-GAY vél Wow Air á leiðinni til Parísar í morgunsárið. Mynd/Halldór Guðmundsson „Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“ Fréttir af flugi Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
„Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“
Fréttir af flugi Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira