Kim bundin, kefluð og hent í baðkar: Bað ræningjana að þyrma lífi sínu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2016 14:10 Ótrúleg atburðarás í París í gær. vísir/getty Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast. Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á. Á vefsíðu TMZ kemur fram ítarleg lýsing á atburðarásinni en þar segir að mennirnir tveir hafi handjárnað Kim, límt fyrir munn hennar og komið henni fyrir í baðkari. Hún hafi beðið ræningjana að þyrma lífi sínu. Einnig á hún að hafa sagt að hún ætti tvö lítil börn og reynt með því að höfða til samvisku mannanna. Börnin þeirra Kim Kardashian og Kanye West heita North West, 3 ára, og Saint West, 10 mánaða. Þau voru ekki í hótelsvítunni en voru aftur á móti með móður sinni í París. Alls tóku fimm manns þátt í ráninu. Franska innanríkisráðuneytið staðfestir að þeir ógnuðu starfsmanni hótelsins með vopni, handjárnuðu hann og neyddu til að opna hótelsvítu Kardashian. Mennirnir tveir sem fóru inn í svítuna voru báðir vopnaðir byssum. Þeir fóru í burtu með skartgripi að verðmæti 6,7 milljónum dollara eða því sem samsvarar 760 milljónum íslenskra króna. Mennirnir eru ófundnir en þeir flúðu á reiðhjólum. Kanye West hætti skyndilega að syngja á tónleikum sínum í New York í gær þegar hann frétti af ráninu. Hann sagði áhorfendum að það hefði komið upp mál tengt fjölskyldunni og rauk út af sviðinu.Borgarstjóri fordæmir árásina Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, hefur fordæmt árásina og ítrekað að Kim Kardashian sé ávallt velkomin til Parísar. „Atvik af þessu tagi eru mjög sjaldgæf og ekki er hægt að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar eða öryggisgæslu,“ segir Hidalgo. Nokkrir úr Kardashian-fjölskyldunni voru staddir í París til að sækja tískusýningar á tískuvikunni. Borgarstjórinn reyndi eftir fremsta megni að róa þann fjölda fólks sem staddur er í borginni vegna tískuvikunnar og sagði að dagskrá hennar myndi ekki riðlast.
Tengdar fréttir James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30 Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30 Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 13:30
Sjáðu þegar Kanye West strunsaði af sviðinu þegar hann frétti af ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. 3. október 2016 10:30
Kim Kardashian rænd af vopnuðum mönnum í París Tveir menn eru sagðir hafa dregið upp byssur og látið greipar sópa um hótelherbergi hennar. 3. október 2016 07:38