Söguleg stigasöfnun Willums Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 06:00 grafík/fréttablaðið KR-ingar kórónuðu eina af flottari endurkomum seinni ára um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppninni með 3-0 sigri á Fylki í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Liðið, sem sat í hópi neðstu liða eftir 9 umferðir með 9 stig og 8 mörk, endar Íslandsmótið sem heitasta lið Pepsi-deildarinnar. Willum Þór Þórsson fékk það verkefni að rífa KR-liðið upp úr volæðinu í vor og setti á endanum nýtt met í stigasöfnun hjá þjálfara sem hefur tekið við á miðju tímabili. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp hefur enginn þjálfari náð í fleiri stig á einu tímabili af þeim þjálfurum sem hafa ekki byrjað sumarið með viðkomandi liði.Rúnar átti metið áður Willum Þór bætti í sumar met Rúnars Kristinssonar frá 2010 en KR fékk þá 25 stig eftir að Rúnar tók við af Loga Ólafssyni um miðjan júlí. KR-liðið fékk 29 stig í þeim 13 leikjum sem Willum Þór stýrði í sumar. Stigametið hafði þar með staðið í sex ár eða síðan KR-ingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili. Það hefur því borgað sig að skipta um þjálfara í Vesturbænum þegar liðið hefur byrjað mótið illa. Rúnar á það enn á Willum að hafa náð í aðeins hærra hlutfall stiga í boði (76 á móti 74) auk þess að koma KR-liðinu alla leið í bikarúrslitaleikinn. Það var hins vegar enginn bikar í boði fyrir Willum enda hafði KR dottið út úr 32 liða úrslitum bikarsins á móti 1. deildar liði Selfoss. Rúnar Kristinsson hafði á sínum tíma slegið met Péturs Péturssonar frá 1994 en Pétur tók þá við Keflavíkurliðinu í byrjun júlí og landaði 23 stigum í 11 leikjum.Fjórfaldaði sigurleikina KR var aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar Willum Þór tók við liðinu af Bjarna Guðjónssyni eftir þriðja tap Vesturbæinga í röð í lok júní. Liðið vann aðeins 2 af 9 leikjum sínum með Bjarna í brúnni en sigrarnir voru 9 í 13 leikjum eftir að Willum tók sæti hans. Íslandsmeistarar FH voru á endanum aðeins fimm stigum á undan KR en KR-ingar unnu báðar innbyrðisviðureignir liðanna í sumar. Willum Þór gerði KR tvisvar að Íslandsmeisturum í upphafi 21. aldar en liðið náði hvorugt árið jafn miklum hluta af stigum í boði og í sumar. KR fékk 74 prósent stiga í boði eftir að Willum Þór tók við en hafði náð í 67 prósent (2002) og 61 prósent (2001) stiga í boði þegar Willum gerði Vesturbæjarfélagið að meistara.Pólitíkin að trufla þjálfarann Þrátt fyrir fyrir frábæran og sögulegan árangur hjá Willum Þór í sumar er ólíklegt að þingmaðurinn geti haldið áfram með liðið. Fram undan eru kosningar hjá Framsóknarmanninum og KR-ingar vilja örugglega ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir þær. Stóra spurningin er hvort forráðamenn KR eru tilbúnir að bíða eftir örlögum Willums Þórs í pólitíkinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
KR-ingar kórónuðu eina af flottari endurkomum seinni ára um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppninni með 3-0 sigri á Fylki í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Liðið, sem sat í hópi neðstu liða eftir 9 umferðir með 9 stig og 8 mörk, endar Íslandsmótið sem heitasta lið Pepsi-deildarinnar. Willum Þór Þórsson fékk það verkefni að rífa KR-liðið upp úr volæðinu í vor og setti á endanum nýtt met í stigasöfnun hjá þjálfara sem hefur tekið við á miðju tímabili. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp hefur enginn þjálfari náð í fleiri stig á einu tímabili af þeim þjálfurum sem hafa ekki byrjað sumarið með viðkomandi liði.Rúnar átti metið áður Willum Þór bætti í sumar met Rúnars Kristinssonar frá 2010 en KR fékk þá 25 stig eftir að Rúnar tók við af Loga Ólafssyni um miðjan júlí. KR-liðið fékk 29 stig í þeim 13 leikjum sem Willum Þór stýrði í sumar. Stigametið hafði þar með staðið í sex ár eða síðan KR-ingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili. Það hefur því borgað sig að skipta um þjálfara í Vesturbænum þegar liðið hefur byrjað mótið illa. Rúnar á það enn á Willum að hafa náð í aðeins hærra hlutfall stiga í boði (76 á móti 74) auk þess að koma KR-liðinu alla leið í bikarúrslitaleikinn. Það var hins vegar enginn bikar í boði fyrir Willum enda hafði KR dottið út úr 32 liða úrslitum bikarsins á móti 1. deildar liði Selfoss. Rúnar Kristinsson hafði á sínum tíma slegið met Péturs Péturssonar frá 1994 en Pétur tók þá við Keflavíkurliðinu í byrjun júlí og landaði 23 stigum í 11 leikjum.Fjórfaldaði sigurleikina KR var aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar Willum Þór tók við liðinu af Bjarna Guðjónssyni eftir þriðja tap Vesturbæinga í röð í lok júní. Liðið vann aðeins 2 af 9 leikjum sínum með Bjarna í brúnni en sigrarnir voru 9 í 13 leikjum eftir að Willum tók sæti hans. Íslandsmeistarar FH voru á endanum aðeins fimm stigum á undan KR en KR-ingar unnu báðar innbyrðisviðureignir liðanna í sumar. Willum Þór gerði KR tvisvar að Íslandsmeisturum í upphafi 21. aldar en liðið náði hvorugt árið jafn miklum hluta af stigum í boði og í sumar. KR fékk 74 prósent stiga í boði eftir að Willum Þór tók við en hafði náð í 67 prósent (2002) og 61 prósent (2001) stiga í boði þegar Willum gerði Vesturbæjarfélagið að meistara.Pólitíkin að trufla þjálfarann Þrátt fyrir fyrir frábæran og sögulegan árangur hjá Willum Þór í sumar er ólíklegt að þingmaðurinn geti haldið áfram með liðið. Fram undan eru kosningar hjá Framsóknarmanninum og KR-ingar vilja örugglega ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir þær. Stóra spurningin er hvort forráðamenn KR eru tilbúnir að bíða eftir örlögum Willums Þórs í pólitíkinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti