Rafpopp með áhrifum frá Eþíópíu 4. október 2016 17:12 Bræðurnir Birkir (t.v.) og Markús Bjarnasynir skipa hljómsveitina Omotrack sem gaf nýlega út fyrstu plötu sína. MYND/ERNIR Nýlega kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Omotrack sem ber heitið Mono & Bright. Það eru bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir sem skipa hljómsveitina og lýsa þeir tónlist sinni sem nokkurs konar rafpoppi. „Lögin eru samin á gítar og píanó og yfirfærð yfir í rafstíl þar sem við notum hljóðgervla, rafgítar og trommuheila,“ segir Markús. Birkir bætir við að þeim sjálfum þyki erfitt að skilgreina tónlistarstefnu sína. „Við höfum þó við fengið ýmsar tillögur, t.d. raf-indie, lo-fi raf-rokk auk rafpoppsins.“ Markús spilar á gítar og syngur en Birkir spilar á píanó og hljómborð auk þess að syngja. Hér má skoða á stutt kynningarmyndband vegna plötunnar sem inniheldur níu lög. Útgáfutónleikarnir verða í desember.Byrjuðu í rappinu Þeir segjast hafa verið í ýmum hljómsveitum um ævina og samið tónlist frá því þeir muni eftir sér. „Við byrjuðum þriggja og fimm ára saman í rappsveit. Nú höfum við lokið við að semja og taka upp nýju plötuna okkar og má m.a. rekja nokkur laga hennar til rappáranna. Við vönduðum okkur mikið við upptökurnar og eyddum heilu dögunum saman í stúdíóinu. Við erum bræður, þannig það var mikið rifist og rökrætt til þess að fá rétta „soundið“. Það sem gerði síðan útslagið fyrir okkur var að fá til liðs við okkur frábæra blástursleikara, þau Grímu Katrínu Ólafsdóttur og Gunnar Kristinn Óskarsson sem spila á trompet og Pétur Örn Jónsson sem spilar á tenórsaxófón.“ Hér má skoða tvö myndbönd þeirra, við lögin Mono & Bright og Taxi.Nýja platan fæst líka sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur grafískar myndir við hvert lag.Tenging milli mynda og texta Hægt er að kaupa plötuna á tonlist.is og hún er væntanleg bráðlega inn á Spotify og iTunes. „Okkur langaði einnig að gefa plötuna út í áþreifanlegum umbúðum. Hún fæst því sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur litlar grafískar myndir, eina mynd við hvert lag. Myndirnar voru allar teknar í Eþíópíu, þar sem við ólumst upp, og er alltaf einhver tenging á milli myndar og texta hvers lags. Við erum ánægðir með útkomuna og höfum fengið góð viðbrögð hingað til.“ Bræðurnir ætla að fylgja plötunni eftir með ýmsum tónleikum og gerð frekari myndbanda. „Auk þess erum við að á fullu við að undirbúa útgáfutónleika sem verða í byrjun desember. Það er þó hægt að sjá okkur á tónleikum áður, t.d. spilum við á nokkrum „off venue“ viðburðum á Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. Hægt er að fylgjast með sveitinni á facebook og Instagram. Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nýlega kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Omotrack sem ber heitið Mono & Bright. Það eru bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir sem skipa hljómsveitina og lýsa þeir tónlist sinni sem nokkurs konar rafpoppi. „Lögin eru samin á gítar og píanó og yfirfærð yfir í rafstíl þar sem við notum hljóðgervla, rafgítar og trommuheila,“ segir Markús. Birkir bætir við að þeim sjálfum þyki erfitt að skilgreina tónlistarstefnu sína. „Við höfum þó við fengið ýmsar tillögur, t.d. raf-indie, lo-fi raf-rokk auk rafpoppsins.“ Markús spilar á gítar og syngur en Birkir spilar á píanó og hljómborð auk þess að syngja. Hér má skoða á stutt kynningarmyndband vegna plötunnar sem inniheldur níu lög. Útgáfutónleikarnir verða í desember.Byrjuðu í rappinu Þeir segjast hafa verið í ýmum hljómsveitum um ævina og samið tónlist frá því þeir muni eftir sér. „Við byrjuðum þriggja og fimm ára saman í rappsveit. Nú höfum við lokið við að semja og taka upp nýju plötuna okkar og má m.a. rekja nokkur laga hennar til rappáranna. Við vönduðum okkur mikið við upptökurnar og eyddum heilu dögunum saman í stúdíóinu. Við erum bræður, þannig það var mikið rifist og rökrætt til þess að fá rétta „soundið“. Það sem gerði síðan útslagið fyrir okkur var að fá til liðs við okkur frábæra blástursleikara, þau Grímu Katrínu Ólafsdóttur og Gunnar Kristinn Óskarsson sem spila á trompet og Pétur Örn Jónsson sem spilar á tenórsaxófón.“ Hér má skoða tvö myndbönd þeirra, við lögin Mono & Bright og Taxi.Nýja platan fæst líka sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur grafískar myndir við hvert lag.Tenging milli mynda og texta Hægt er að kaupa plötuna á tonlist.is og hún er væntanleg bráðlega inn á Spotify og iTunes. „Okkur langaði einnig að gefa plötuna út í áþreifanlegum umbúðum. Hún fæst því sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur litlar grafískar myndir, eina mynd við hvert lag. Myndirnar voru allar teknar í Eþíópíu, þar sem við ólumst upp, og er alltaf einhver tenging á milli myndar og texta hvers lags. Við erum ánægðir með útkomuna og höfum fengið góð viðbrögð hingað til.“ Bræðurnir ætla að fylgja plötunni eftir með ýmsum tónleikum og gerð frekari myndbanda. „Auk þess erum við að á fullu við að undirbúa útgáfutónleika sem verða í byrjun desember. Það er þó hægt að sjá okkur á tónleikum áður, t.d. spilum við á nokkrum „off venue“ viðburðum á Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. Hægt er að fylgjast með sveitinni á facebook og Instagram.
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp