Rafpopp með áhrifum frá Eþíópíu 4. október 2016 17:12 Bræðurnir Birkir (t.v.) og Markús Bjarnasynir skipa hljómsveitina Omotrack sem gaf nýlega út fyrstu plötu sína. MYND/ERNIR Nýlega kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Omotrack sem ber heitið Mono & Bright. Það eru bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir sem skipa hljómsveitina og lýsa þeir tónlist sinni sem nokkurs konar rafpoppi. „Lögin eru samin á gítar og píanó og yfirfærð yfir í rafstíl þar sem við notum hljóðgervla, rafgítar og trommuheila,“ segir Markús. Birkir bætir við að þeim sjálfum þyki erfitt að skilgreina tónlistarstefnu sína. „Við höfum þó við fengið ýmsar tillögur, t.d. raf-indie, lo-fi raf-rokk auk rafpoppsins.“ Markús spilar á gítar og syngur en Birkir spilar á píanó og hljómborð auk þess að syngja. Hér má skoða á stutt kynningarmyndband vegna plötunnar sem inniheldur níu lög. Útgáfutónleikarnir verða í desember.Byrjuðu í rappinu Þeir segjast hafa verið í ýmum hljómsveitum um ævina og samið tónlist frá því þeir muni eftir sér. „Við byrjuðum þriggja og fimm ára saman í rappsveit. Nú höfum við lokið við að semja og taka upp nýju plötuna okkar og má m.a. rekja nokkur laga hennar til rappáranna. Við vönduðum okkur mikið við upptökurnar og eyddum heilu dögunum saman í stúdíóinu. Við erum bræður, þannig það var mikið rifist og rökrætt til þess að fá rétta „soundið“. Það sem gerði síðan útslagið fyrir okkur var að fá til liðs við okkur frábæra blástursleikara, þau Grímu Katrínu Ólafsdóttur og Gunnar Kristinn Óskarsson sem spila á trompet og Pétur Örn Jónsson sem spilar á tenórsaxófón.“ Hér má skoða tvö myndbönd þeirra, við lögin Mono & Bright og Taxi.Nýja platan fæst líka sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur grafískar myndir við hvert lag.Tenging milli mynda og texta Hægt er að kaupa plötuna á tonlist.is og hún er væntanleg bráðlega inn á Spotify og iTunes. „Okkur langaði einnig að gefa plötuna út í áþreifanlegum umbúðum. Hún fæst því sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur litlar grafískar myndir, eina mynd við hvert lag. Myndirnar voru allar teknar í Eþíópíu, þar sem við ólumst upp, og er alltaf einhver tenging á milli myndar og texta hvers lags. Við erum ánægðir með útkomuna og höfum fengið góð viðbrögð hingað til.“ Bræðurnir ætla að fylgja plötunni eftir með ýmsum tónleikum og gerð frekari myndbanda. „Auk þess erum við að á fullu við að undirbúa útgáfutónleika sem verða í byrjun desember. Það er þó hægt að sjá okkur á tónleikum áður, t.d. spilum við á nokkrum „off venue“ viðburðum á Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. Hægt er að fylgjast með sveitinni á facebook og Instagram. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýlega kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Omotrack sem ber heitið Mono & Bright. Það eru bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir sem skipa hljómsveitina og lýsa þeir tónlist sinni sem nokkurs konar rafpoppi. „Lögin eru samin á gítar og píanó og yfirfærð yfir í rafstíl þar sem við notum hljóðgervla, rafgítar og trommuheila,“ segir Markús. Birkir bætir við að þeim sjálfum þyki erfitt að skilgreina tónlistarstefnu sína. „Við höfum þó við fengið ýmsar tillögur, t.d. raf-indie, lo-fi raf-rokk auk rafpoppsins.“ Markús spilar á gítar og syngur en Birkir spilar á píanó og hljómborð auk þess að syngja. Hér má skoða á stutt kynningarmyndband vegna plötunnar sem inniheldur níu lög. Útgáfutónleikarnir verða í desember.Byrjuðu í rappinu Þeir segjast hafa verið í ýmum hljómsveitum um ævina og samið tónlist frá því þeir muni eftir sér. „Við byrjuðum þriggja og fimm ára saman í rappsveit. Nú höfum við lokið við að semja og taka upp nýju plötuna okkar og má m.a. rekja nokkur laga hennar til rappáranna. Við vönduðum okkur mikið við upptökurnar og eyddum heilu dögunum saman í stúdíóinu. Við erum bræður, þannig það var mikið rifist og rökrætt til þess að fá rétta „soundið“. Það sem gerði síðan útslagið fyrir okkur var að fá til liðs við okkur frábæra blástursleikara, þau Grímu Katrínu Ólafsdóttur og Gunnar Kristinn Óskarsson sem spila á trompet og Pétur Örn Jónsson sem spilar á tenórsaxófón.“ Hér má skoða tvö myndbönd þeirra, við lögin Mono & Bright og Taxi.Nýja platan fæst líka sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur grafískar myndir við hvert lag.Tenging milli mynda og texta Hægt er að kaupa plötuna á tonlist.is og hún er væntanleg bráðlega inn á Spotify og iTunes. „Okkur langaði einnig að gefa plötuna út í áþreifanlegum umbúðum. Hún fæst því sem usb-lykill í fallegri öskju sem inniheldur litlar grafískar myndir, eina mynd við hvert lag. Myndirnar voru allar teknar í Eþíópíu, þar sem við ólumst upp, og er alltaf einhver tenging á milli myndar og texta hvers lags. Við erum ánægðir með útkomuna og höfum fengið góð viðbrögð hingað til.“ Bræðurnir ætla að fylgja plötunni eftir með ýmsum tónleikum og gerð frekari myndbanda. „Auk þess erum við að á fullu við að undirbúa útgáfutónleika sem verða í byrjun desember. Það er þó hægt að sjá okkur á tónleikum áður, t.d. spilum við á nokkrum „off venue“ viðburðum á Airwaves tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. Hægt er að fylgjast með sveitinni á facebook og Instagram.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira