Víkingur R. ætlar ekki að framlengja samning serbneska miðjumannsins Igor Taskovic. Fótbolti.net greinir frá þessu.
Igor, sem er 34 ára, hefur leikið með Víkingum undanfarin fjögur tímabil. Hann kom til Víkings 2013 þegar liðið var í 1. deild.
Víkingar komust upp á þá um haustið og hafa leikið í Pepsi-deildinni síðan þá.
Igor lék 81 deildarleik fyrir Víking og skoraði 11 mörk. Hann var fyrirliði Víkings síðustu þrjú tímabil.
Víkingar enduðu í 7. sæti Pepsi-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og leika því áfram í deild þeirra bestu á næsta ári. Víkingur hefur ekki verið jafn lengi samfleytt í efstu deild frá árunum 1988-93.
Taskovic á förum frá Víkingi

Tengdar fréttir

Lowing og Túfa framlengja við Víking
Skoski miðvörðurinn og serbneski framherjinn verða áfram með Víkingum í Pepsi-deild karla.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið
Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag.