Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2016 22:00 Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01