Guðlaugur Baldursson verður ekki áfram aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá FH og Ólafur Páll Snorrason ku vera á leið aftur í Hafnarfjörðinn.
Guðlaugur staðfestir við fótbolta.net að hann sé hættur með FH en hann hefur verið verið aðstoðarmaður Heimis frá 2011.
„Það var tekin ákvörðun um að breyta til hjá félaginu og fá inn nýjan aðila. Ég ætla ekki að tjá mig um þá ákvörðun sem slíka en ég var tilbúinn að vera eitt ár í viðbót," sagði Guðlaugur við fótbolta.net.
Samkvæmt heimildum síðunnar er Ólafur Páll Snorrason að taka við stöðu aðstoðarmanns. Hann var lengi leikmaður FH en hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis síðustu ár.
Guðlaugur hættur hjá FH
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti