Ólafur Páll Snorrason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH.
Ólafur Páll tekur við starfinu af Guðlaugi Baldurssyni sem hefur aðstoðað Heimi Guðjónsson frá árinu 2011.
Ólafur Páll þekkir vel til hjá FH en hann lék lengi með liðinu og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með því.
Undanfarin tvö ár hefur Ólafur Páll verið spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni, uppeldisfélagi sínu.

