Mikilvægt að setja metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 20:45 Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sagði á Hringborði norðurslóða í dag að mikilvægt væri að þjóðir heims settu sér metnaðarfyllri markmið í loftlagsmálum en sett hafi verið í Parísar-samkomulaginu. Skotar hafi sett sér háleit markmið sem mikilvægt sé að ná í samvinnu við Norðurlöndin og Evrópusambandið. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, er gífurlega umfangsmikil ráðstefna. Þar eru fjögur hundruð fyrirlesarar frá fjörutíu löndum og þátttakendur eru um tvö þúsund. Þetta eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem láta sig málefni norðurslóða varða, ekki hvað síst vegna loftslagsbreytinganna; núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka víðs vegar að úr heiminum. Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands flutti stefnuræðu á Hringborðinu í dag. Hún sagði Skota hafa árið 1990 sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum til ársins 2020 og náð þeim öllum nú þegar. Hún þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir brautryðjendastarf hans í sköpun Arctic Circle sem væri mikilvægur vettvangur fyrir málefni norðurslóða. En áður en Sturgeon snéri sér að loftlagsmálunum sló hún á létta strengi og sagði aðdáendur íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa tekið upp víkingaklappið frá áhangendum í skoska fótboltanum. „Ég tek þetta upp vegna þess að frá okkar sjónarhóli var gott að geta átt skoskt innlegg í Evrópukeppnina 2016.Ég ætti e.t.v. að senda samúðarkveðjur til finnska utanríkisráðherrans og reyndar til finnsku þjóðarinnar. Ungmennalið okkar (U-21) lék hér á Íslandi að kvöldi miðvikudags og okkar biðu svipuð örlög og finnska liðsins í gærkvöldi. Gamla sigursæla Ísland sem England þekkja af vondri reynslu virðist enn vera á sigurbraut,” sagði Sturgeon og uppskar mikinn hlátur. Forsætisráðherrann tilkynnti á fundinum að Skotar hefðu ákveðið að setja milljón pund, rúmar 140 milljónir króna, í sjóð fyrir þróunarlöndin til að þau geti fylgst betur með loftslagsbreytingunum og kortlagt þær. Hún sagði Parísar-samkomulagið í loftlagsmálum mikilvægt skref, þar sem stefnt væri að því að hitinn á jörðinni hækki ekki meira en um tvær gráður. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja markið mun hærra, eða vel innan við 1,5 gráður. Sturgeon segir Skota leggja mikla áherslu á samstarf við nágranna sína á norðurslóðum. „Löndin fyrir norðan Skotland eru landfræðilega nær norðurskauti jarðar en fjarlægðin er til Lundúna. Það skýrir ef til vill hvers vegna við viljum í síauknum mæli byggja upp nánara samstarf við nágranna okkar í norðri, taka fullan þátt í að leysa þau úrlausnarefni og grípa tækifærin sem lönd sem liggja að norðurskautinu standa frammi fyrir nú,“ segir forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Skotland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira