Berbinn sendur aftur til Noregs Þorgeir Helgason skrifar 8. október 2016 07:00 Hælisleitandinn í Hjallakirkju. vísir/vilhelm „Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00