Berbinn sendur aftur til Noregs Þorgeir Helgason skrifar 8. október 2016 07:00 Hælisleitandinn í Hjallakirkju. vísir/vilhelm „Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Ég vil bara fá að vinna og borga mína skatta, í öryggi og friði. Ég vil vera gott fordæmi fyrir aðra innflytjendur,“ segir hælisleitandinn sem var sendur aftur til Íslands frá Noregi á miðvikudag. Maðurinn verður sendur á ný til Noregs í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar, forstöðumanns Útlendingastofnunar, í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær. Ástæðu þess að maðurinn var sendur til baka frá Noregi má rekja til samskiptaklúðurs Útlendingastofnunar og norsku útlendingastofnunarinnar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við Útlendingastofnun, hefur dvalið í gistiskýli við Bæjarhraun í Hafnarfirði frá því hann kom aftur til Íslands. Maðurinn, sem er Berbi, segist hafa verið á vergangi í fimm ár. Eftir að hafa dvalið í gistiskýli í Noregi í rúm fjögur ár fékk hann að vita að beiðni hans um dvalarleyfi hefði verið hafnað. Norsk yfirvöld hafi þá gert honum ljóst að hann yrði að yfirgefa landið innan tveggja vikna. Hélt hann því til Íslands síðasta sumar. Hingað kominn dvaldi Berbinn fyrst í gistiskýli í Hafnarfirði en flutti síðan í húsakynni á vegum Reykjavíkurborgar. Um miðjan síðasta vetur var honum gert að yfirgefa húsnæðið eftir að upp komast að hann hafði leyft vini að gista hjá sér. „Hvað átti ég að gera? Vinur minn var á götunni og hefði dáið úr kulda. Auðvitað leyfði ég honum að gista hjá mér,“ segir hælisleitandinn og segir að sér hafi verið vísað í gistiskýli við Grensásveg. Dvölin þar hafi verið hræðileg. Húsakynnin vöktuð með mörgum myndavélum og öryggisverðir sífellt á ferðinni. Ekki hafi verið nokkur einasta leið að eiga sér einkalíf. Berbar, sem búa víðs vegar um Norður-Afríku, hafa mætt mótstöðu í Marokkó. Maðurinn eyddi æskuárunum á munaðarleysingjahæli. Hann segist hafa upplifað mikla hættu þegar hann náði fullorðinsaldri og þess vegna flúði hann. Að sögn Berbans hefur hann margsinnis óskað eftir viðtali hjá Útlendingastofnun á meðan mál hans var til meðferðar. Þeirri ósk hafi ávallt verið hafnað. Þá sé staðan sú að vegna þess að máli hans sé lokið af hálfu norskra stjórnvalda verði hann að öllum líkindum sendur frá Noregi aftur til Marokkó.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Noregur og Ísland senda mann með skerta greind á milli Hælisleitandi sem Útlendingastofnun sendi á miðvikudag til Noregs var kominn aftur til Íslands um kvöldið. 7. október 2016 07:00