Segir verslanir blekkja ferðamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2016 20:00 Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira