Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 22:02 Jón Daði kom aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld. Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira