Fótboltinn kvaddur og körfuboltanum heilsað | Allt í opinni dagskrá Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 13:00 Samsett mynd/Vísir Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð