Fyrsta mark Finns Orra tekið af honum: „Smurði hnetusmjöri á epli og hélt áfram með lífið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 12:00 Finnur Orri Margeirsson fagnar markinu sem var svo tekið af honum. vísir/ernir Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður KR, er ekki þekktur fyrir markaskorun. Bara alls ekki. Þessi harðduglegi og útsjónarsami leikmaður spilaði 140 deildarleiki fyrir Breiðablik án þess að skora áður en hann var keyptur til Lilleström í Noregi fyrir síðustu leiktíð. Hann kom aftur heim fyrir tímabilið og gekk í raðir KR þar sem honum tókst loks að skora sitt fyrsta mark í 155. deildarleiknum. Finnur Orri kom boltanum í netið gegn Stjörnunni á útivelli í 3-1 sigri vesturbæjarliðsins í 15. umferð Pepsi-deildarinnar. En nú er búið að taka af honum markið. Finnur Orri átti skot úr teignum sem fór fyrst í Hörð Árnason og þaðan í Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, en af Jóhanni fór boltinn í netið. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, gaf Finni markið tila að byrja með og stóð það í nokkrar vikur þar til markanefndin breytti þessu í sjálfsmark.Snýst um að skora „Ég sá þetta rétt fyrir leikinn gegn Fjölni [á sunnudaginn],“ segir Finnur Orri um markið, en hann er nú búinn að spila 159 leiki í efstu deild og 183 leiki í deild og bikar á Íslandi án þess að skora. Eina markið hans á ferlinum kom í Evrópuleik fyrir þremur árum. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég væri að velta mér of mikið upp úr þessu. Það hefur alveg komið tímabilið þar sem þetta böggar mig en ég geri engum greiða með að sjúga orku úr mér allan daginn út og inn með því að hugsa um þetta. Leikurinn snýst samt um að skora mörk og það er ekki að ganga upp hjá mér,“ segir miðjumaðurinn. Finnur Orri er aðeins 25 ára gamall en nálgast samt 200 leiki í deild og bikar. Hann hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar frá því hann byrjaði að spila 16 ára fyrir Breiðablik.Finnur Orri fær einstakt tækifæri til að skora flottara fyrsta mark.vísir/hannaSkilur ákvörðunina „Maður er kannski þekktur fyrir annað en að skora og vonandi er ég bara metinn af þeim verðleikum. Að taka þetta mark af mér gefur samt fleirum tækifæri til að skjóta á mig,“ segir Finnur Orri sem skilur ákvörðun markanefndarinnar en hefði nú alveg viljað sjá markið standa. „Boltinn er náttúrlega á leiðinni upp í stúku eftir að hann kemur við fyrsta varnarmanninn þannig ég skil þetta alveg. Ég neita því ekki að ég hugsaði hvort þetta hefði ekki bara mátt „slæda“. Það eru nú alveg nokkrar vikur síðan þetta gerðist. En síðan smurði ég mér bara hnetusmjör á epli og lífið hélt áfram,“ segir Finnur Orri. Finnur hefur nú tvo leiki til viðbótar í deildinni áður en sumrinu lýkur til að skora sitt fyrsta mark. Það er kannski lán í óláni við að markið var tekið af honum, að nú fær hann annað tækifæri til að skora flottara fyrsta mark. „Fyrsta markið þarf náttúrlega að vera geggjað. En ef það á að vera geggjað þarf ég helst veturinn til að æfa mig,“ segir Finnur Orri og hlær. „Ég hef enn þá tvo leiki og við sjáum til hvað gerist. Vonandi næ ég að skora áður en ferlinum lýkur,“ segir Finnur Orri Margeirsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Mjög þreyttir á skráningu marka í Pepsi-deildinni | Myndband Strákarnir í Pepsi-mörkunum skilja ekki hvernig markanefndin kemst stundum að niðurstöðu í málum. 12. september 2016 13:00