Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands, tilkynnti við upphaf þingfundar klukkan hálf tvö í dag að boðað verði til þingrofs og kosninga til Alþingis þann 29. október næstkomandi.
Nokkrir þingmenn tóku til máls í kjölfar tilkynningar forsætisráðherra og voru allir á sama máli um það að fréttirnar væru af hinu góða. Stjórnarandstöðumenn rifjuðu upp aðdraganda þess að kosningum er flýtt og áttu þá við afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, í vor í kjölfar birtingu Panama skjalanna.

