Dagný: Vonandi það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:34 Dagný í baráttunni. vísir/ernir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný. Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný.
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira