Lítil skán á nær fullkominni undankeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2016 06:00 Stoltar. Stelpurnar voru svekktar en stoltar í leikslok. Þær tóku að sjálfsögðu víkingaklappið með áhorfendum. fréttablaðið/ernir „Maður er með biturt bragð í munni. Við vorum að tapa leik og áttum of langa vonda kafla. Ég ætla samt að leyfa mér að fagna því að við náðum markmiðum okkar. Við unnum þennan riðil og spiluðum heilt yfir hrikalega vel,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir tapið fyrir Skotum í gærkvöldi. Í stóra samhenginu skiptir tapið litlu máli, Ísland var svo gott sem búið að vinna riðilinn fyrir leikinn, en það var samt óþægilegt að horfa á íslenska liðið lengst af í fyrri hálfleik. Hver sendingin af annarri misfórst og frammistaðan var algjörlega úr takti við leik Íslands í undankeppninni. „Ég veit ekki hvort við eigum að hafa áhyggjur af þessu. Ég er bara ósáttur að það voru of margir leikmenn sem spiluðu langt undir pari. Við byrjuðum leikinn illa og áttum lélegan kafla í fyrri hálfleik. Það er fyrst og fremst það sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Freyr ennfremur. Skotar stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik og komust verðskuldað yfir á 25. mínútu þegar Jane Ross skallaði boltann framhjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur í marki Íslands. Íslenska vörnin og Guðbjörg voru loksins sigruð eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu sjö leikjum undankeppninnar. Íslenska liðið kom þó til baka og Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin fimm mínútum fyrir hálfleik með laglegu marki. Staðan var því 1-1 í hálfleik sem Ísland gat vel við unað miðað við gang leiksins. Skotar voru hársbreidd frá því að ná forystunni strax á annarri mínútu seinni hálfleik er skot Caroline Weir small í stönginni. Það virtist vekja íslenska liðið af værum blundi og það stjórnaði ferðinni það sem eftir var leiks. Það voru þó Skotar sem skoruðu eina markið í seinni hálfleik, Jane Ross gerði það úr vítaspyrnu á 56. mínútu eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir braut á Lisu Evans innan vítateigs.Takk fyrir. Stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn.fréttablaðið/ernirSkarð Hörpu vandfyllt Frammistaðan í seinni hálfleik var mun betri en í þeim fyrri en mörkin vantaði. Harpa Þorsteinsdóttir skilur eftir sig stórt skarð og helsti hausverkur Freys fram að lokakeppninni í Hollandi verður að fylla það. Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði líkt og gegn Slóveníu og átti ágætis spretti og lagði upp markið en þarf að gera betur. Freyr á svo annan ás uppi í erminni sem heitir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Hún var eins konar tólfti maður íslenska liðsins í undankeppninni og átti öflugar innkomur, eins og í leiknum í gær. Gunnhildur gerir tilkall til byrjunarliðssætis og það hlýtur að vera freistandi fyrir Frey að stilla upp miðju sem samanstendur af Gunnhildi, Söru Björk og Dagnýju Brynjarsdóttur. Þær búa allar yfir gríðarlega mikilli hlaupagetu, eru góðar að pressa og þessi samsetning gæti nýst vel gegn sterkari liðum. Tapið gegn Skotum er þó aðeins lítill blettur á frábærri undankeppni hjá íslenska liðinu. Það vann sjö leiki af átta, skoraði 34 mörk og fékk aðeins tvö á sig. Ísland stjórnar leikjum betur en það gerði áður og hápressa liðsins er orðin mjög árangursrík. Jákvæðu punktarnir eru því miklu mun fleiri en þeir neikvæðu eins og Freyr benti á. „Við sýndum hversu góð við getum verið. Leikurinn úti í Skotlandi er klárlega besti leikur sem við höfum spilað. Við höfum líka þroskast mikið sem lið, umgjörðin hefur stækkað og leikmenn hugsa mjög vel um sig,“ sagði Freyr. Þurfum að nýta tímann vel Tæpt ár er þangað til flautað verður til leiks í lokakeppninni í Hollandi og Freyr segir að íslenska liðið verði að nýta tímann fram að því vel. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg: Svekkjandi að fá á sig mark Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, þurfti loks að játa sig sigraða þegar Jane Ross skallaði boltann framhjá henni á 25. mínútu í leiknum gegn Skotlandi í kvöld. 20. september 2016 20:22 Freyr: Er keppnismaður og vildi vinna Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var svekktur með tapið fyrir Skotlandi í kvöld en sagði það ekki skyggja á frábæra frammistöðu Íslands í undankeppni EM 2017. 20. september 2016 20:10 Dagný: Vonandi það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. 20. september 2016 19:34 Hallbera: Verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 2-1. 20. september 2016 19:42 Margrét Lára: Verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi 2-1 í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 20. september 2016 19:26 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
„Maður er með biturt bragð í munni. Við vorum að tapa leik og áttum of langa vonda kafla. Ég ætla samt að leyfa mér að fagna því að við náðum markmiðum okkar. Við unnum þennan riðil og spiluðum heilt yfir hrikalega vel,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir tapið fyrir Skotum í gærkvöldi. Í stóra samhenginu skiptir tapið litlu máli, Ísland var svo gott sem búið að vinna riðilinn fyrir leikinn, en það var samt óþægilegt að horfa á íslenska liðið lengst af í fyrri hálfleik. Hver sendingin af annarri misfórst og frammistaðan var algjörlega úr takti við leik Íslands í undankeppninni. „Ég veit ekki hvort við eigum að hafa áhyggjur af þessu. Ég er bara ósáttur að það voru of margir leikmenn sem spiluðu langt undir pari. Við byrjuðum leikinn illa og áttum lélegan kafla í fyrri hálfleik. Það er fyrst og fremst það sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Freyr ennfremur. Skotar stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik og komust verðskuldað yfir á 25. mínútu þegar Jane Ross skallaði boltann framhjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur í marki Íslands. Íslenska vörnin og Guðbjörg voru loksins sigruð eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu sjö leikjum undankeppninnar. Íslenska liðið kom þó til baka og Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin fimm mínútum fyrir hálfleik með laglegu marki. Staðan var því 1-1 í hálfleik sem Ísland gat vel við unað miðað við gang leiksins. Skotar voru hársbreidd frá því að ná forystunni strax á annarri mínútu seinni hálfleik er skot Caroline Weir small í stönginni. Það virtist vekja íslenska liðið af værum blundi og það stjórnaði ferðinni það sem eftir var leiks. Það voru þó Skotar sem skoruðu eina markið í seinni hálfleik, Jane Ross gerði það úr vítaspyrnu á 56. mínútu eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir braut á Lisu Evans innan vítateigs.Takk fyrir. Stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn.fréttablaðið/ernirSkarð Hörpu vandfyllt Frammistaðan í seinni hálfleik var mun betri en í þeim fyrri en mörkin vantaði. Harpa Þorsteinsdóttir skilur eftir sig stórt skarð og helsti hausverkur Freys fram að lokakeppninni í Hollandi verður að fylla það. Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði líkt og gegn Slóveníu og átti ágætis spretti og lagði upp markið en þarf að gera betur. Freyr á svo annan ás uppi í erminni sem heitir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Hún var eins konar tólfti maður íslenska liðsins í undankeppninni og átti öflugar innkomur, eins og í leiknum í gær. Gunnhildur gerir tilkall til byrjunarliðssætis og það hlýtur að vera freistandi fyrir Frey að stilla upp miðju sem samanstendur af Gunnhildi, Söru Björk og Dagnýju Brynjarsdóttur. Þær búa allar yfir gríðarlega mikilli hlaupagetu, eru góðar að pressa og þessi samsetning gæti nýst vel gegn sterkari liðum. Tapið gegn Skotum er þó aðeins lítill blettur á frábærri undankeppni hjá íslenska liðinu. Það vann sjö leiki af átta, skoraði 34 mörk og fékk aðeins tvö á sig. Ísland stjórnar leikjum betur en það gerði áður og hápressa liðsins er orðin mjög árangursrík. Jákvæðu punktarnir eru því miklu mun fleiri en þeir neikvæðu eins og Freyr benti á. „Við sýndum hversu góð við getum verið. Leikurinn úti í Skotlandi er klárlega besti leikur sem við höfum spilað. Við höfum líka þroskast mikið sem lið, umgjörðin hefur stækkað og leikmenn hugsa mjög vel um sig,“ sagði Freyr. Þurfum að nýta tímann vel Tæpt ár er þangað til flautað verður til leiks í lokakeppninni í Hollandi og Freyr segir að íslenska liðið verði að nýta tímann fram að því vel.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg: Svekkjandi að fá á sig mark Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, þurfti loks að játa sig sigraða þegar Jane Ross skallaði boltann framhjá henni á 25. mínútu í leiknum gegn Skotlandi í kvöld. 20. september 2016 20:22 Freyr: Er keppnismaður og vildi vinna Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var svekktur með tapið fyrir Skotlandi í kvöld en sagði það ekki skyggja á frábæra frammistöðu Íslands í undankeppni EM 2017. 20. september 2016 20:10 Dagný: Vonandi það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. 20. september 2016 19:34 Hallbera: Verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 2-1. 20. september 2016 19:42 Margrét Lára: Verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi 2-1 í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 20. september 2016 19:26 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Guðbjörg: Svekkjandi að fá á sig mark Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, þurfti loks að játa sig sigraða þegar Jane Ross skallaði boltann framhjá henni á 25. mínútu í leiknum gegn Skotlandi í kvöld. 20. september 2016 20:22
Freyr: Er keppnismaður og vildi vinna Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var svekktur með tapið fyrir Skotlandi í kvöld en sagði það ekki skyggja á frábæra frammistöðu Íslands í undankeppni EM 2017. 20. september 2016 20:10
Dagný: Vonandi það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. 20. september 2016 19:34
Hallbera: Verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 2-1. 20. september 2016 19:42
Margrét Lára: Verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi 2-1 í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 20. september 2016 19:26