Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2016 23:30 Geir Þorsteinsson formaður KSÍ tjáir sig við erlenda miðla um stóra FIFA 17-málið. Vísir Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45