
París og París
Sem Íslendingi er mér bara ekki sama hvernig okkur mun ganga í þessari baráttu, ekki frekar en mér var sama hvernig landsliðinu gekk á EM í sumar. Ég var ekki að spila með liðinu og átti engan ættingja í því en samt skipti það mig máli að liðið stæði sig vel, enda fulltrúar mínir á alþjóðavettvangi. Með fullgildingu Parísarsamningsins höfum við skráð okkur á alþjóðamót þar sem landsmenn hljóta að krefjast þess að við sýnum lágmarksárangur og viðleitni.
Í raun er þetta einfaldari ákvörðun fyrir íslenska þingmenn en marga kollega þeirra úti í heimi. Ýmsar þjóðir þurfa nú t.d. að ákveða að nýta ekki kolaauðlindir sem þær eiga. Það er erfið og íþyngjandi ákvörðun. Við þurfum hins vegar bara að skipta úr innfluttri orku í innlenda. Hér eru líka orkumál tæknilega afgreidd að mestu leyti, þ.e. öll raforkuframleiðsla og hitun er kolefnisfrí. Enn merkilegra er að þetta er gert með hagkvæmum hætti án aukakostnaðar. Aðrar þjóðir þurfa hins vegar að fara í gríðarlega dýrar og flóknar umbætur til að minnka kolefnið í þeirra raforku- og upphitunarkerfum. Okkur er varla mikil vorkunn að eyða smá peningum í lokaorkuskiptin, þ.e. samgöngur og fiskiskip.
Skynsamleg útgjöld
Já, þetta kostar, hættum að tala öðruvísi. Þetta eru hins vegar skynsamleg útgjöld, alveg eins og hitaveituvæðing fyrri tíma sem kostaði stórfé en skilar gríðarlegum þjóðarsparnaði í dag. Gleymum því aldrei að eldri kynslóðir tóku á sig hrikalegan fjárfestingakostnað í hitaveitum sem framtíðarkynslóðir njóta góðs af. Getum við ekki hugsað eins fyrir samgöngur?
Þetta er heldur ekki flókið því að lausnirnar eru komnar og tilbúnar úti í búð. Fyrsta skrefið er komið, þ.e. góðar ívilnanir fyrir nýorkubíla eru til staðar en nú þarf að taka stærri ákvörðun til að flýta innleiðingu enn frekar. Ef við ætlum að standa við ofangreindar skuldbindingar þá þarf einfaldlega að hraða innleiðingu orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi. Það þarf að gera með hækkun kolefnisgjalds sem vissulega hækkar olíuverð. Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun er nauðsynleg fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti, eins og nú þegar er hafin t.d. hjá CRI og Orkey, myndi einnig eflast til muna.
Ég veit, kæru þingmenn, að skattahækkanir eru ekki vinsælasta kosningaloforðið en ef það truflar ykkur, lækkið þá bara einfaldlega skatta á allt annað. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út neikvæðum áhrifum kolefnisgjalds á heimili, fyrirtæki og verðbólgu.
Sumir leitast eftir að gera sem allra minnst og telja að endurheimt votlendis skili nægu þannig að óþarfi sé að taka frekari framfaraskref í umhverfismálum. Í fyrsta lagi er ekkert að því að standa sig betur en lágmarkskuldbindingar. Alveg eins og íslenska landsliðið lét ekki nægja að komast á EM heldur ákvað að blómstra líka í lokakeppninni. Í öðru lagi er eitthvað rangt við það að leiðrétting á allt of umfangsmiklum, ríkisstyrktum, skurðgreftri fortíðar verði eina framlag okkar í loftlagsmálum. Við yrðum að algeru athlægi á alþjóðavísu ef við ætluðum t.d. að lækka skatta á eyðslufrekar bifreiðar bara af því að við fundum enn verri ósóma úr fortíðinni. París var vettvangur afreks í sumar þegar landsliðið lagði enn harðar að sér en ætlast var til og kom okkur upp úr riðlakeppninni. Nú erum við stödd í öðrum leik í París, þar sem ég vil sjá alvöru einurð, metnað og úrslit.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar