Erlendi ferðamaðurinn sem fannst látinn á gönguleið nyrst í Öskju á hálendi Íslands þann 13. september 2016 síðastliðinn var svissneskur ríkisborgari.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að hann hafi verið 51 árs karlmaður, þaulreyndur göngu- og útivistarmaður.
Að beiðni aðstandenda hins látna verður nafn hans ekki gefið upp.
Það var franskur ferðamaður sem gekk fram á líkið á leiðinni frá Öskju niður í Dyngjufjalladal. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitarmanna úr Mývatnssveit til að flytja líkið til byggða, með aðstoð þjóðgarðsvarðar og lögreglu, og var það vistað í kapellu á Húsavík áður en það var flutt til Reykjavíkur.
Lögregla á Húsavík hafði áður greint frá því að erfitt sé áætla hvenær maðurinn dó, en útilokað væri að það hafi verið lengra en mánuður. Áverkar mannsins og vettvangurinn hafi einnig útilokað að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.
Maðurinn sem fannst látinn í Öskju var svissneskur

Tengdar fréttir

Líkfundur við Öskju: Áverkar mannsins og vettvangur útiloka að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað
Franskur ferðamaður fann líkið.

Lík ferðamanns fannst nærri Öskju
Engar vísbendingar eru um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.