„Pitt og Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood“ Una Sighvatsdóttir skrifar 21. september 2016 20:12 Á innan við sólarhring urðu þau Brad Pitt og Angelina Jolie viðfangsefni rúmlega 2,5 milljóna tísta á Twitter undir myllumerkinu #Brangelina. Hálfur netheimur virðist í ástarsorg fyrir þeirra hönd á meðan hlakkar í hinum sem vilja þannig lýsa stuðningi við Jennifer Aniston, þótt engum sögum fari af því að hún gleðjist yfir óhamingju fyrrverandi eignmanns síns. En í hvoru liðinu sem fólk er þá virðist Brangelexit, eins og sumir kalla tíðindin, stefna í að verða skilnaður aldarinnar. Orsökin er óljós en slúðurmiðlar segja að framhjáhald Pitts með frönsku leikkonunni Marion Cottillard hafi gert útslagið. Aðrar fregnir herma að vaxandi spenna sé í hjónabandinu vegna þess að Jolie vilji draga sig út úr Hollywood og snúa sér að stjórnmálum, en hún hefur látið til sín taka sem góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna og myndi eflaust þiggja að málstaður hennar þar fengi jafnmikla athygli og skilnaðurinn.Stjörnudýrkun lengi fylgt manninum Svo er það auðvitað stóra spurningin, hvað verður um börnin sex? Á skilnaðarpappírunum fer Jolie fram á fullt forræði yfir þeim, nokkuð sem Pitt er seint sagður munu samþykkja. Það kann að virðast fáránlegt að um allan heim láti fólk sig varða skilnað ókunnugra hjóna, en á hinn bóginn hefur stjörnudýrkun lengi fylgt manninum og fékk áður útrás í aðdáun á konungbornum og guðaverum. Hollywood stjörnurnar eru guðum líkar, áferðarfallegri en venjulegt fólk og dýrkun á þeim virðist hluti af mannlegu eðli. Þannig hafa sálfræðirannsóknir sýnt fram á að persónur á sjónvarpsskjánum eigi það til að renna saman við leikarana í hugum áhorfenda, sem geta myndað sterk tengsl við hina ímynduðu vini og fundið til raunverulegrar sorgar yfir örlögum þeirra. Þegar um ræðir einar skærustu stjörnur samtímans eins og Pitt og Jolie er því kannski ekki furða að heimsbyggðin sé í áfalli.Hjónin nokkurs konar stofnun í Hollywood „Brad Pitt og Angelina Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood,“ sagði Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún ræddi skilnaðinn við Sindra Sindrason. „Þau eru nokkurs konar stofnun í Hollywood og fólk er að tala um þau séu svona eins og konungsborin hjón. Þess vegna vekur þessi skilnaður svo miklu meiri áhuga og athygli. Þetta er fólk sem byrjaði saman með látum, við munum að fólk fór í lið þar sem þetta var vonda nornin Jolie að stela manninum af þessari ástsælu bandarísku leikkonu Jennifer Aniston.“ Í gegnum árin hefur hefur ímynd Jolie og Pitt þó breyst og þau hafa náð að halda einkalífi sínu að mestu fyrir utan kastljós fjölmiðlanna en það hefur heldur betur breyst nú þegar ítarlega er fjallað um skilnað þeirra um allan heim. „Þess vegna líka er áhuginn líka svo mikill. Þarna er fólk sem hefur svona verið með geislabaug og hann er svona að koma af. Þau eru nefnilega bara mennsk.“ Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30 Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
Á innan við sólarhring urðu þau Brad Pitt og Angelina Jolie viðfangsefni rúmlega 2,5 milljóna tísta á Twitter undir myllumerkinu #Brangelina. Hálfur netheimur virðist í ástarsorg fyrir þeirra hönd á meðan hlakkar í hinum sem vilja þannig lýsa stuðningi við Jennifer Aniston, þótt engum sögum fari af því að hún gleðjist yfir óhamingju fyrrverandi eignmanns síns. En í hvoru liðinu sem fólk er þá virðist Brangelexit, eins og sumir kalla tíðindin, stefna í að verða skilnaður aldarinnar. Orsökin er óljós en slúðurmiðlar segja að framhjáhald Pitts með frönsku leikkonunni Marion Cottillard hafi gert útslagið. Aðrar fregnir herma að vaxandi spenna sé í hjónabandinu vegna þess að Jolie vilji draga sig út úr Hollywood og snúa sér að stjórnmálum, en hún hefur látið til sín taka sem góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna og myndi eflaust þiggja að málstaður hennar þar fengi jafnmikla athygli og skilnaðurinn.Stjörnudýrkun lengi fylgt manninum Svo er það auðvitað stóra spurningin, hvað verður um börnin sex? Á skilnaðarpappírunum fer Jolie fram á fullt forræði yfir þeim, nokkuð sem Pitt er seint sagður munu samþykkja. Það kann að virðast fáránlegt að um allan heim láti fólk sig varða skilnað ókunnugra hjóna, en á hinn bóginn hefur stjörnudýrkun lengi fylgt manninum og fékk áður útrás í aðdáun á konungbornum og guðaverum. Hollywood stjörnurnar eru guðum líkar, áferðarfallegri en venjulegt fólk og dýrkun á þeim virðist hluti af mannlegu eðli. Þannig hafa sálfræðirannsóknir sýnt fram á að persónur á sjónvarpsskjánum eigi það til að renna saman við leikarana í hugum áhorfenda, sem geta myndað sterk tengsl við hina ímynduðu vini og fundið til raunverulegrar sorgar yfir örlögum þeirra. Þegar um ræðir einar skærustu stjörnur samtímans eins og Pitt og Jolie er því kannski ekki furða að heimsbyggðin sé í áfalli.Hjónin nokkurs konar stofnun í Hollywood „Brad Pitt og Angelina Jolie eru svo miklu meira en eitthvað leikarapar í Hollywood,“ sagði Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún ræddi skilnaðinn við Sindra Sindrason. „Þau eru nokkurs konar stofnun í Hollywood og fólk er að tala um þau séu svona eins og konungsborin hjón. Þess vegna vekur þessi skilnaður svo miklu meiri áhuga og athygli. Þetta er fólk sem byrjaði saman með látum, við munum að fólk fór í lið þar sem þetta var vonda nornin Jolie að stela manninum af þessari ástsælu bandarísku leikkonu Jennifer Aniston.“ Í gegnum árin hefur hefur ímynd Jolie og Pitt þó breyst og þau hafa náð að halda einkalífi sínu að mestu fyrir utan kastljós fjölmiðlanna en það hefur heldur betur breyst nú þegar ítarlega er fjallað um skilnað þeirra um allan heim. „Þess vegna líka er áhuginn líka svo mikill. Þarna er fólk sem hefur svona verið með geislabaug og hann er svona að koma af. Þau eru nefnilega bara mennsk.“
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30 Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00
Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30
Clooney frétti af skilnaði Pitt og Jolie í miðju sjónvarpsviðtali við CNN Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 10:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp