Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2016 13:26 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sést hér yfirgefa fundinn upp úr klukkan 14:30. Hann veitti fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Vísir/Eyþór Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27