Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2016 14:42 Svo virðist sem blóðugur formannsslagur í Framsókn sé óhjákvæmilegur. vísir/garðar Óvenjumikil spenna er fyrir Flokksþingi Framsóknarflokks sem hefst eftir viku sem rekja má til þess hversu umdeildur núverandi formaður er. Eins og Vísir hefur þegar greint frá er nú yfirstandandi krísufundur hjá Framsóknarflokknum, en eins og Vísir hefur þegar greint frá er talið að meirihluti þingflokks Framsóknarflokks vilji Sigmund Davíð frá. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, sem sat fundinn, nú yfirgefið hann. Hann gaf ekki kost á viðtali.Ekki gert ráð fyrir mótframboði í dagskráFyrir liggja drög að dagskrá flokksþingsins en í henni er sem ekki sé gert ráð fyrir því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Reyndar virðist ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi þó svo að Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanná, hafi þegar gefið það út að fari enginn annar fram gegn Sigmundi Davíð, þá muni hann gera það sjálfur. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum Framsóknarmanna er Sigurður Ingi ekki talinn herskár, heldur þvert á móti og hefur því verið fitjað upp á þriðja möguleikanum sem er sá að til að höggva á þann hnút sem upp er kominn verði gerð málamiðlun þess efnis að Lilja Dögg Alfreðsdóttir rísi upp og taki við sem formaður. Ekkert er þó fyrirliggjandi um þetta, en staðan er að sönnu flókin. Lilja Dögg hefur hingað til verið talin mjög handgengin Sigmundi Davíð og á að verulegu leyti frama sinn honum að þakka.Hugsanlega býr lausnin í Lilju.visir/gvaSé aftur litið til dagskrár komandi Flokksþings þá er hún mjög svipuð þeirri dagskrá og var fyrirliggjandi fyrir síðasta Flokksþing Framsóknarmanna frá í apríl í fyrra, þó allar aðstæður séu nú aðrar. Aðeins er gert ráð fyrir klukkutíma í kosningu til formanns, varaformanns, ritara og í laga- og siðanefnd. Í ályktunum þess Flokksþings var hástemmt lof um ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og í dagskrá þessa Flokksþings er sem það hafi ekki gerst að Sigmundur Davíð hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við. Gert er ráð fyrir því að Sigmundur Davíð tali í 70 mínútur, en hvergi er gert ráð fyrir forsætisráðherra, sem er Sigurður Ingi, í dagskrá. Mun nokkur urgur vera í ýmsum Framsóknarmanninum vegna þessa.Margir skora á Sigurð Inga Sigurður Ingi, sem nú er varaformaður flokksins, tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur í þá stöðu að óbreyttu. Það hefur verið túlkað á þá leið að hann íhugi að gefa kost á sér til formanns, en hann hefur varist allra frétta eftir þessa yfirlýsingu sem vakti mikla athygli. Samkvæmt heimildum Vísis er mjög stirt á milli formanns og varaformanns og er varla að þeir talist við.Sigmundur Davíð hefur greint frá því að Sigurður Ingi hafi lofað sér því að fara ekki fram gegn sér, í formannsslag.visir/ernirSigmundur Davíð hefur greint frá því að fyrir liggi drengskaparloforð Sigurðar Inga þess efnis að hann muni ekki fara fram gegn sér, eftir þá erfiðu stöðu sem upp kom eftir Wintrismálið, sem svo leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs. En, vika er langur tími í pólitík. Fyrir liggja áskoranir til hans þess efnis frá fjórum Framsóknarfélögum. Auk þess hefur fyrrum formaður og þungavigtarmaður innan Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, talað fyrir því að Sigmundur víki fyrir Sigurði Inga.Er Sigurður Ingi búinn að tapa mómentinu? Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sá sem gerst þekkir til í hinni pólitísku refskák, hefur látið þess svo getið á Facebook að Sigurður Ingi kunni að hafa glatað tækifærinu eftir að fyrir lá glæsilegt kjör Sigmundar Davíðs á kjördæmaþingi, þá í fyrsta sæti í Norð-austurkjördæmi.Össur kann að rýna í hinar pólitísku línur.„Mómentið er farið hjá Sigurði Inga. Nú verður miklu erfiðara og blóðugara, fyrir hann að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, sem nánast var klappaður upp í eigin kjördæmi. Hik Sigurðar Inga kann að reynast hið dýrkeyptasta í sögu Framsóknar. Að hika er oft sama og tapa. Það gildir um ástir, viðskipti – en einkum þó í stjórnmálum.“ Sé rýnt í dagskrá Flokksþingsins virðist sem svo að sá sem drögin setti saman sé annað hvort handgenginn Sigmundi Davíð, ekki er gert ráð fyrir neinum ræðuflutningi í tengslum við kynningar á hugsanlegu framboði, eða að sá hafi traustar heimildir fyrir því að ekki komi til uppgjörs á Flokksþinginu. Hins vegar virðist svo, sé miðað við þær hræringar sem nú eru uppi í tengslum við krísufundinn, að sá kunni að endurskoða þær hugmyndir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Fjórða Framsóknarfélagið skorar á Sigurð Inga Stjórn Framsóknarfélags Árborgar hefur skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins . 18. september 2016 16:56 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Óvenjumikil spenna er fyrir Flokksþingi Framsóknarflokks sem hefst eftir viku sem rekja má til þess hversu umdeildur núverandi formaður er. Eins og Vísir hefur þegar greint frá er nú yfirstandandi krísufundur hjá Framsóknarflokknum, en eins og Vísir hefur þegar greint frá er talið að meirihluti þingflokks Framsóknarflokks vilji Sigmund Davíð frá. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, sem sat fundinn, nú yfirgefið hann. Hann gaf ekki kost á viðtali.Ekki gert ráð fyrir mótframboði í dagskráFyrir liggja drög að dagskrá flokksþingsins en í henni er sem ekki sé gert ráð fyrir því að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Reyndar virðist ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi þó svo að Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanná, hafi þegar gefið það út að fari enginn annar fram gegn Sigmundi Davíð, þá muni hann gera það sjálfur. Samkvæmt heimildum Vísis úr röðum Framsóknarmanna er Sigurður Ingi ekki talinn herskár, heldur þvert á móti og hefur því verið fitjað upp á þriðja möguleikanum sem er sá að til að höggva á þann hnút sem upp er kominn verði gerð málamiðlun þess efnis að Lilja Dögg Alfreðsdóttir rísi upp og taki við sem formaður. Ekkert er þó fyrirliggjandi um þetta, en staðan er að sönnu flókin. Lilja Dögg hefur hingað til verið talin mjög handgengin Sigmundi Davíð og á að verulegu leyti frama sinn honum að þakka.Hugsanlega býr lausnin í Lilju.visir/gvaSé aftur litið til dagskrár komandi Flokksþings þá er hún mjög svipuð þeirri dagskrá og var fyrirliggjandi fyrir síðasta Flokksþing Framsóknarmanna frá í apríl í fyrra, þó allar aðstæður séu nú aðrar. Aðeins er gert ráð fyrir klukkutíma í kosningu til formanns, varaformanns, ritara og í laga- og siðanefnd. Í ályktunum þess Flokksþings var hástemmt lof um ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og í dagskrá þessa Flokksþings er sem það hafi ekki gerst að Sigmundur Davíð hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við. Gert er ráð fyrir því að Sigmundur Davíð tali í 70 mínútur, en hvergi er gert ráð fyrir forsætisráðherra, sem er Sigurður Ingi, í dagskrá. Mun nokkur urgur vera í ýmsum Framsóknarmanninum vegna þessa.Margir skora á Sigurð Inga Sigurður Ingi, sem nú er varaformaður flokksins, tilkynnti að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur í þá stöðu að óbreyttu. Það hefur verið túlkað á þá leið að hann íhugi að gefa kost á sér til formanns, en hann hefur varist allra frétta eftir þessa yfirlýsingu sem vakti mikla athygli. Samkvæmt heimildum Vísis er mjög stirt á milli formanns og varaformanns og er varla að þeir talist við.Sigmundur Davíð hefur greint frá því að Sigurður Ingi hafi lofað sér því að fara ekki fram gegn sér, í formannsslag.visir/ernirSigmundur Davíð hefur greint frá því að fyrir liggi drengskaparloforð Sigurðar Inga þess efnis að hann muni ekki fara fram gegn sér, eftir þá erfiðu stöðu sem upp kom eftir Wintrismálið, sem svo leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs. En, vika er langur tími í pólitík. Fyrir liggja áskoranir til hans þess efnis frá fjórum Framsóknarfélögum. Auk þess hefur fyrrum formaður og þungavigtarmaður innan Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, talað fyrir því að Sigmundur víki fyrir Sigurði Inga.Er Sigurður Ingi búinn að tapa mómentinu? Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sá sem gerst þekkir til í hinni pólitísku refskák, hefur látið þess svo getið á Facebook að Sigurður Ingi kunni að hafa glatað tækifærinu eftir að fyrir lá glæsilegt kjör Sigmundar Davíðs á kjördæmaþingi, þá í fyrsta sæti í Norð-austurkjördæmi.Össur kann að rýna í hinar pólitísku línur.„Mómentið er farið hjá Sigurði Inga. Nú verður miklu erfiðara og blóðugara, fyrir hann að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, sem nánast var klappaður upp í eigin kjördæmi. Hik Sigurðar Inga kann að reynast hið dýrkeyptasta í sögu Framsóknar. Að hika er oft sama og tapa. Það gildir um ástir, viðskipti – en einkum þó í stjórnmálum.“ Sé rýnt í dagskrá Flokksþingsins virðist sem svo að sá sem drögin setti saman sé annað hvort handgenginn Sigmundi Davíð, ekki er gert ráð fyrir neinum ræðuflutningi í tengslum við kynningar á hugsanlegu framboði, eða að sá hafi traustar heimildir fyrir því að ekki komi til uppgjörs á Flokksþinginu. Hins vegar virðist svo, sé miðað við þær hræringar sem nú eru uppi í tengslum við krísufundinn, að sá kunni að endurskoða þær hugmyndir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Fjórða Framsóknarfélagið skorar á Sigurð Inga Stjórn Framsóknarfélags Árborgar hefur skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins . 18. september 2016 16:56 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26
Fjórða Framsóknarfélagið skorar á Sigurð Inga Stjórn Framsóknarfélags Árborgar hefur skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins . 18. september 2016 16:56
Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30