Bandaríkin „Ég hef ákveðið að á kjördag muni ég kjósa frambjóðanda Repúblikana, Donald Trump,“ segir í tilkynningu sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz sendi frá sér í gær. Cruz var sá sem næst komst því að sigra Trump í forvali Repúblikana og andaði köldu þeirra á milli, meðal annars vegna uppnefnisins „Lyga-Ted“ sem Trump hafði um Cruz.
Athygli vakti á landsþingi Repúblikana í júlí að Cruz lýsti ekki yfir stuðningi við frambjóðandann í ræðu sinni. Uppskar hann baul og öskur fyrir það.
Ástæðu stuðningsyfirlýsingarinnar sagði Cruz tvíþætta. Annars vegar loforð sem hann gaf í upphafi forvalsins um að styðja sigurvegara þess og hins vegar þá að Demókratinn Hillary Clinton mætti aldrei verða forseti.
Cruz styður Donald Trump

Tengdar fréttir

Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum
Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur.

Telja Hillary vera með alnæmi og að Bill hafi smitast með Magic Johnson
Trevor Noah, umsjónamaður þáttarins The Daily Show, sendi á dögunum útsendara sinn til stuðningsmanna Donald Trump sem býður sig fram til embætti forseta Bandaríkjanna.

Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton
Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die.