Gunnar segir grafið undan formanninum Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2016 07:00 Þegar allt lék í lyndi. Nú berjast þau um stjórnartaumana í flokknum. Sigurður Ingi og Eygló gegn Sigmundi Davíð og Lilju Alfreðsdóttur. Gunnar Bragi styður síðarnefnda hópinn dyggilega. Brátt kemur í ljós hvorir hafa betur. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25