Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2016 11:34 Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Vísir/AFP Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07
Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06
Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20