Sturla Atlas, Hildur og SXSXSX munu koma fram á Lokahófi Slush Play á föstudaginn.
Slush Play er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður hér á landi á fimmtudaginn og föstudaginn með áherslu á leiki og sýndarveruleika. Á lokahófinu munu íslensk fyrirtæki bjóða almenningi prófa leiki og fleira.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og lokahófið má finna á vefsvæði Slush Play og á Facebook síðu lokahófsins.