Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2016 02:30 *Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
*Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent