Leikmenn Grindavíkur fá 300.000 króna bónus fyrir að komast upp um deild 27. september 2016 08:45 Grindavík spilar í Pepsi-deild karla á nýjan leik næsta sumar en liðið hafnaði í öðru sæti Inkasso-deildarinnar í ár og snýr aftur í deild þeirra bestu eftir fjögurra ára fjarveru. Grindvíkingar féllu sumarið 2012 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en liðið fékk aðeins tólf stig sem er þriðji versti árangur nokkurs liðs í sögu tólf liða deildar. Suðurnesjamenn lentu í illvígum peningadeilum við Guðjón og voru neyddir af hæstarétti að greiða þjálfaranum laun sem hann taldi sig eiga rétt á. Eftir smá vandræði með peningamálin var stefnan tekin upp um deild í sumar. „Það var ákveðið í október þegar við gengum frá ráðningu á Óla Stefáni [Flóventssyni] og Janko [Milan Stefáni Jankovic] að við ætluðum upp í Pepsi-deildina. Við vorum ekki eins vel stemmdir hin árin því við vorum í erfiðleikum með fjárhaginn en núna var ákveðið að fara í Pepsi-deildina,“ segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, í samtali við íþróttadeild.Hlutaskiptakerfi sjómanna Grindvíkingar þurftu að lækka laun leikmanna verulega og hætta að borga þeim allt árið um kring eftir fallið 2012. „Það er himinn og haf á milli launa hjá leikmönnum núna og þegar við vorum síðast í Pepsi-deildinni. Þegar við féllum settum við alla leikmenn á níu mánaða greiðslu og lækkuðum launin um 35 prósent. Við tókum upp kerfi sem ég kalla hlutaskiptakerfi sjómanna,“ segir Jónas, en að þessu sinni fá leikmenn bónus fyrir að komast upp um deild. „Þetta er í kringum 5-6 milljónir sem dreifist á 18 leikmenn,“ segir Jónas Þórhallsson. Ef farið er milliveginn og reiknað með að heildarupphæðin séu 5.500.000 krónur fær hver og einn leikmaður 300.000 króna bónus í sinn hlut fyrir að vinna sér aftur inn sæti í Pepsi-deildinni. Alla fréttina sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Grindavík spilar í Pepsi-deild karla á nýjan leik næsta sumar en liðið hafnaði í öðru sæti Inkasso-deildarinnar í ár og snýr aftur í deild þeirra bestu eftir fjögurra ára fjarveru. Grindvíkingar féllu sumarið 2012 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en liðið fékk aðeins tólf stig sem er þriðji versti árangur nokkurs liðs í sögu tólf liða deildar. Suðurnesjamenn lentu í illvígum peningadeilum við Guðjón og voru neyddir af hæstarétti að greiða þjálfaranum laun sem hann taldi sig eiga rétt á. Eftir smá vandræði með peningamálin var stefnan tekin upp um deild í sumar. „Það var ákveðið í október þegar við gengum frá ráðningu á Óla Stefáni [Flóventssyni] og Janko [Milan Stefáni Jankovic] að við ætluðum upp í Pepsi-deildina. Við vorum ekki eins vel stemmdir hin árin því við vorum í erfiðleikum með fjárhaginn en núna var ákveðið að fara í Pepsi-deildina,“ segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, í samtali við íþróttadeild.Hlutaskiptakerfi sjómanna Grindvíkingar þurftu að lækka laun leikmanna verulega og hætta að borga þeim allt árið um kring eftir fallið 2012. „Það er himinn og haf á milli launa hjá leikmönnum núna og þegar við vorum síðast í Pepsi-deildinni. Þegar við féllum settum við alla leikmenn á níu mánaða greiðslu og lækkuðum launin um 35 prósent. Við tókum upp kerfi sem ég kalla hlutaskiptakerfi sjómanna,“ segir Jónas, en að þessu sinni fá leikmenn bónus fyrir að komast upp um deild. „Þetta er í kringum 5-6 milljónir sem dreifist á 18 leikmenn,“ segir Jónas Þórhallsson. Ef farið er milliveginn og reiknað með að heildarupphæðin séu 5.500.000 krónur fær hver og einn leikmaður 300.000 króna bónus í sinn hlut fyrir að vinna sér aftur inn sæti í Pepsi-deildinni. Alla fréttina sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira