Eiríkur Bergmann um kappræðurnar: Trump þvælinn, kvartsár og hörundsár Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2016 10:39 Skoðanakannanir sem hafa verið gerðar eftir kappræðurnar hafa komið vel út fyrir Clinton þar sem langflestir segja hana hafa haft betur gegn Trump. Vísir/AFP „Svo virðist sem Trump hafi ekki haft úthald og að Clinton hafi verið miklu betur undirbúin. Hún nær að halda sig miklu betur í gegnum þetta,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um kappræður þeirra Donald Trump og Hillar Clinton sem fram fóru í nótt. Eiríkur segir að Clinton hafi haft yfirhöndina eftir að hafa lent undir strax í upphafi þar sem Trump byrjaði af feikilegum krafti. „Hann fer beint í ótta Bandaríkjamanna um stöðu sína í heiminum þar sem hann fer á kaf ofan í verndarstefnu sína í alþjóðaviðskiptum og stillir Bandaríkjuum upp þannig að þau séu að tapa í samskiptum við önnur ríki sem sæki á einhvern hátt að Bandaríkjunum. Þarna er hann mjög öflugur. Um miðbik kappræðnanna fer þetta hins vegar í losna í reipunum hjá Trump. Hann fer að vera þvælinn og kemur í ljós að þetta ótrúlega krefjandi form – kappræður tveggja leiðtoga í einn og hálfan klukkutíma – hann ræður ekki við það á meðan hún heldur út allan tímann og endar á því að hafa hann undir.“Blóðgar hann illilegaEiríkur segir að Trump hafi fyrst og fremst lent í vandræðum í umræðunum um skattamál sín. „Svo verður hann hörundsár, kvartsár og það kemur í ljós að reynslan sem Clinton býr yfir og sú seigla sem hún hefur landar henni sigrinum, ef við lýsum þessu eins og hverjum öðrum hnefaleikum.Sjá einnig: Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Hún blóðgaði hann illilega í skattaumræðunni og sakar hann beint út um að hafa ekki greitt skatta til bandaríska ríkisins. Hann nánast staðfestir það. Þetta er mál sem menn munu sækja á hann með og verður eftirleikurinn því vörn fyrir hann að einhverju leyti. Það komu ekki upp nein sérstök mál sem hún mun þurfa að verja sérstaklega.“Vísir/AFPEkki forsetalegt að vera kvartsárEiríkur segir að fyrir næstu kappræður þurfi Trump nauðsynlega að að vinna að því að geta haldið út allar kappræðurnar. „Hann er vanur því að halda einræður í langan tíma, eða vera í kappræðum þar sem hann hefur einungis nokkrar mínútur til umráða hverju sinni. Hann byrjar kappræðurnar í gær á því að reyna að flytja sig úr hlutverki hins árásargjarna popúlista í hlutverk leiðtoga sem fólk geti séð fyrir sér sem forseti Bandaríkjanna. Honum tókst það framan af, fyrsta þriðjung kappræðnanna. Síðan er eins og hann hafi misst tökin. Hann fer í þessa hefðbundnu lýðskrumsorðræðu sína eftir því sem líður á.Sjá einnig: Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Hann þarf að sýna bandarískum kjósendum fram á að hann geti staðist álagið, en það tókst honum ekki nægilega vel í gær. Svo virkar það ekki vel að vera svona hörundsár og kvartsár eins og hann var orðinn í lokin. Það er ekki forsetalegt, en Bandarikjamenn eru mjög uppteknir af hugmyndinni um það hvað er að vera forsetalegur. Það fer forseta ekki sérstaklega vel að vera kvartsár.“Clinton vélræn í upphafi en vann áSkoðanakannanir sem hafa verið gerðar eftir kappræðurnar hafa komið vel út fyrir Clinton þar sem langflestir segja hana hafa haft betur gegn Trump. „Það er eins og henni hafi verið ögn brugðið fyrst, þar sem upphafsræða hennar var til að mynda mjög vélræn. Svo stóð hún alveg eins og klettur í gegnum þetta. Það sem stendur upp úr er hvað hún var feikilega vel undirbúin. Maður hefur eiginlega aldrei séð stjórnmálamann við svona spennuþrungnar aðstæður – þetta er eins spennuþrungið og verður í stjórnmálunum – mæta svona vel undirbúin og halda út af því öryggi sem hún gerði. Þetta er auðvitað ástæða þess að hún er á þeim stað og hún er á.“ Eiríkur segir að bandarískar kappræður ekki bara snúast um frammistöðu frambjóðendanna sjálfra, heldur einnig eftirleik kappræðnanna. „Liðið hennar Hillary var miklu tilbúnara og kerfið öflugra, vélin smurðari í því að spinna niðurstöðunum henni í hag. Það er næstum því eins og liðið hans Trump hafi verið slegið út af laginu. Það er eins og hann hafi farið út af spori sem upphaflega var lagt upp með að hann myndi halda sig á og liðið hans Trump ekki nákvæmlega vitað hvernig átti að takast á við það í „eftirspinninu“.Ítarlega verður fjallað um kappræðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að loknum íþróttafréttum mæta Eiríkur Bergmann og Silja Bára Ómarsdóttir í settið og gera þær upp. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
„Svo virðist sem Trump hafi ekki haft úthald og að Clinton hafi verið miklu betur undirbúin. Hún nær að halda sig miklu betur í gegnum þetta,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um kappræður þeirra Donald Trump og Hillar Clinton sem fram fóru í nótt. Eiríkur segir að Clinton hafi haft yfirhöndina eftir að hafa lent undir strax í upphafi þar sem Trump byrjaði af feikilegum krafti. „Hann fer beint í ótta Bandaríkjamanna um stöðu sína í heiminum þar sem hann fer á kaf ofan í verndarstefnu sína í alþjóðaviðskiptum og stillir Bandaríkjuum upp þannig að þau séu að tapa í samskiptum við önnur ríki sem sæki á einhvern hátt að Bandaríkjunum. Þarna er hann mjög öflugur. Um miðbik kappræðnanna fer þetta hins vegar í losna í reipunum hjá Trump. Hann fer að vera þvælinn og kemur í ljós að þetta ótrúlega krefjandi form – kappræður tveggja leiðtoga í einn og hálfan klukkutíma – hann ræður ekki við það á meðan hún heldur út allan tímann og endar á því að hafa hann undir.“Blóðgar hann illilegaEiríkur segir að Trump hafi fyrst og fremst lent í vandræðum í umræðunum um skattamál sín. „Svo verður hann hörundsár, kvartsár og það kemur í ljós að reynslan sem Clinton býr yfir og sú seigla sem hún hefur landar henni sigrinum, ef við lýsum þessu eins og hverjum öðrum hnefaleikum.Sjá einnig: Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Hún blóðgaði hann illilega í skattaumræðunni og sakar hann beint út um að hafa ekki greitt skatta til bandaríska ríkisins. Hann nánast staðfestir það. Þetta er mál sem menn munu sækja á hann með og verður eftirleikurinn því vörn fyrir hann að einhverju leyti. Það komu ekki upp nein sérstök mál sem hún mun þurfa að verja sérstaklega.“Vísir/AFPEkki forsetalegt að vera kvartsárEiríkur segir að fyrir næstu kappræður þurfi Trump nauðsynlega að að vinna að því að geta haldið út allar kappræðurnar. „Hann er vanur því að halda einræður í langan tíma, eða vera í kappræðum þar sem hann hefur einungis nokkrar mínútur til umráða hverju sinni. Hann byrjar kappræðurnar í gær á því að reyna að flytja sig úr hlutverki hins árásargjarna popúlista í hlutverk leiðtoga sem fólk geti séð fyrir sér sem forseti Bandaríkjanna. Honum tókst það framan af, fyrsta þriðjung kappræðnanna. Síðan er eins og hann hafi misst tökin. Hann fer í þessa hefðbundnu lýðskrumsorðræðu sína eftir því sem líður á.Sjá einnig: Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Hann þarf að sýna bandarískum kjósendum fram á að hann geti staðist álagið, en það tókst honum ekki nægilega vel í gær. Svo virkar það ekki vel að vera svona hörundsár og kvartsár eins og hann var orðinn í lokin. Það er ekki forsetalegt, en Bandarikjamenn eru mjög uppteknir af hugmyndinni um það hvað er að vera forsetalegur. Það fer forseta ekki sérstaklega vel að vera kvartsár.“Clinton vélræn í upphafi en vann áSkoðanakannanir sem hafa verið gerðar eftir kappræðurnar hafa komið vel út fyrir Clinton þar sem langflestir segja hana hafa haft betur gegn Trump. „Það er eins og henni hafi verið ögn brugðið fyrst, þar sem upphafsræða hennar var til að mynda mjög vélræn. Svo stóð hún alveg eins og klettur í gegnum þetta. Það sem stendur upp úr er hvað hún var feikilega vel undirbúin. Maður hefur eiginlega aldrei séð stjórnmálamann við svona spennuþrungnar aðstæður – þetta er eins spennuþrungið og verður í stjórnmálunum – mæta svona vel undirbúin og halda út af því öryggi sem hún gerði. Þetta er auðvitað ástæða þess að hún er á þeim stað og hún er á.“ Eiríkur segir að bandarískar kappræður ekki bara snúast um frammistöðu frambjóðendanna sjálfra, heldur einnig eftirleik kappræðnanna. „Liðið hennar Hillary var miklu tilbúnara og kerfið öflugra, vélin smurðari í því að spinna niðurstöðunum henni í hag. Það er næstum því eins og liðið hans Trump hafi verið slegið út af laginu. Það er eins og hann hafi farið út af spori sem upphaflega var lagt upp með að hann myndi halda sig á og liðið hans Trump ekki nákvæmlega vitað hvernig átti að takast á við það í „eftirspinninu“.Ítarlega verður fjallað um kappræðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að loknum íþróttafréttum mæta Eiríkur Bergmann og Silja Bára Ómarsdóttir í settið og gera þær upp.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18
Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30
Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent