Nýir bikarar á loft í Pepsi-deildunum um helgina: Karla- og kvennabikarinn alveg eins Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 15:15 Klara Bjartmarz með gamla kvennabikarinn (t.v.) og nýja kvennabikarinn sem er alveg eins og sá sem karlarnir fá. vísir/ernir Íslandsmótinu í Pepsi-deildum karla- og kvenna lýkur um helgina. Lokaumferðin hjá konunum fer fram á föstudaginn og karlarnir ljúka keppni á laugardaginn. FH er nú þegar orðið Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla en Stjarnan stendur best að vígi fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna og er líklegast til að lyfta nýjum Íslandsbikar sem verður tekinn í gagnið á föstudaginn. Nýr bikar fer einnig á loft í Pepsi-deild karla og verður það Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, sem lyftir þeim nýja. Nýju bikararnir eru alveg eins, ólíkt þeim sem hafa verið notaðir undanfarnar 19 leiktíðir.Gamli karlabikarinn var pattaralegur og flottur en nýi karla- og kvenna eru alveg eins.vísir/þórdísÞessi leið farin núna „Þeir gömlu voru komnir til ára sinna. Annar var nú eiginlega hruninn og búið að líma saman og það sama má segja um hinn,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. Gömlu bikararnir, sem fóru síðast á loft í Hafnarfirði í karlaflokki og Kópavogi í kvennaflokki í fyrra, voru í notkun frá 1997-2015 en nú verða teknir í gagnið tveir nýir og afskaplega huggulegir bikarar sem eru alveg eins. Klara segir það ekki það ekki hafa komið til greina að fjárfesta í neinu öðru en alveg eins bikurum þar sem KSÍ lagði út fyrir þeim nýju. Síðustu bikara fékk sambandið að gjöf. „Ertu verri maður?“ segir Klara í léttum tón. „Það kom ekkert annað til greina fyrst við keyptum þetta sjálf. Það var allavega ákveðið að fara þessa leið núna en hvað verður gert í framtíðinni á eftir að koma í ljós,“ segir Klara Bjartmarz. Bikararnir voru sérpantaðir af Ísspor fyrir KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Íslandsmótinu í Pepsi-deildum karla- og kvenna lýkur um helgina. Lokaumferðin hjá konunum fer fram á föstudaginn og karlarnir ljúka keppni á laugardaginn. FH er nú þegar orðið Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla en Stjarnan stendur best að vígi fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna og er líklegast til að lyfta nýjum Íslandsbikar sem verður tekinn í gagnið á föstudaginn. Nýr bikar fer einnig á loft í Pepsi-deild karla og verður það Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, sem lyftir þeim nýja. Nýju bikararnir eru alveg eins, ólíkt þeim sem hafa verið notaðir undanfarnar 19 leiktíðir.Gamli karlabikarinn var pattaralegur og flottur en nýi karla- og kvenna eru alveg eins.vísir/þórdísÞessi leið farin núna „Þeir gömlu voru komnir til ára sinna. Annar var nú eiginlega hruninn og búið að líma saman og það sama má segja um hinn,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. Gömlu bikararnir, sem fóru síðast á loft í Hafnarfirði í karlaflokki og Kópavogi í kvennaflokki í fyrra, voru í notkun frá 1997-2015 en nú verða teknir í gagnið tveir nýir og afskaplega huggulegir bikarar sem eru alveg eins. Klara segir það ekki það ekki hafa komið til greina að fjárfesta í neinu öðru en alveg eins bikurum þar sem KSÍ lagði út fyrir þeim nýju. Síðustu bikara fékk sambandið að gjöf. „Ertu verri maður?“ segir Klara í léttum tón. „Það kom ekkert annað til greina fyrst við keyptum þetta sjálf. Það var allavega ákveðið að fara þessa leið núna en hvað verður gert í framtíðinni á eftir að koma í ljós,“ segir Klara Bjartmarz. Bikararnir voru sérpantaðir af Ísspor fyrir KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira