Haukar tryggðu sér sigur í 1. deild kvenna í fótbolta með stórsigri, 1-5, á Grindavík í úrslitaleik í dag.
Haukar tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni með sigri á Keflavík á föstudaginn og kláruðu svo tímabilið með stæl í dag.
Grindavík byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á 3. mínútu með marki Drafnar Einarsdóttur. En svo tóku Haukar leikinn yfir og skoruðu fimm mörk gegn engu Grindvíkinga.
Þórdís Elva Ágústsdóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir, Heiða Rakel Guðmundsdóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir skoruðu mörk Hauka sem fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Haukar meistarar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
