Heppnin með Spánverja á Bíldshöfða: „Þetta var bara hans dagur“ Ásgeir Erlendsson skrifar 28. september 2016 11:30 Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Bíldshöfða. Ferðamennirnir reyndu að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra N1. Húsbíll þeirra og dælan eru gjörónýt. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið voru kölluð að bensínstöð N1 við Bíldshöfða á öðrum tímanum í gær þegar tilkynnt var um öfluga gassprengingu við metandælu stöðvarinnar. Í fyrstu var óttast um metanleka í kjölfar sprengingarinnar og var götum í kringum bensínstöðina lokað. „Erlendur ferðamaður reynir að dæla metangasi á gaskút sem á að vera própangas í. Kúturinn springur og bifreiðin í rauninni með,“ segri Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. Brak frá kútnum dreyfðist í allar áttir og með ólíkindum að ferðamaðurinn sem stóð við kútinn skyldi sleppa nær ómeiddur. Ferðamönnunum var skiljanlega brugðið en þeir unnu að því að bjarga verðmætum úr húsbílnum áður en hann var fluttur af vettvangi. „Þetta hefur verið mikið sjokk fyrir þau því að þetta hefði getað farið mjög illa. Bara heppin að hafa lifað,“ segir Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Sem betur fer. Það er bara hans dagur í dag.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir að þrýstingurinn á metandælunni sé tuttugufalt meiri en á dælu sem fyllir á própangaskúta. Þar að auki sé bannað að dæla sjálfur á slíka kúta en atvik sem þetta hefur ekki komið upp áður hér á landi. „Vanalega kemur fólk inn og kaupir nýjan kút. Þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að fylgjast með útaf aukningu ferðamanna.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira