Lögreglan segist ekki handtaka fólk sem neitar að borga á veitingastöðum Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2016 14:26 Frá Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í Hafnarfirði í gærkvöldi vegna átta ferðamanna sem neituðu að greiða fyrir mat og drykk. Ferðamennirnir voru ósáttir við skammtastærðirnar á veitingastaðnum, vildu fá meira fyrir peninginn og neituðu því að borga.Sjá einnig: Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Greint var frá þessu í dagbók lögreglunnar í morgun en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi ekki algengt að lögreglan sé kölluð til vegna svona mála, þar sem viðskiptavinir neita að greiða fyrir mat á veitingastöðum. Hann segir málið ekki hafa gengið svo langt að ferðamönnunum hafi verið hótað handtöku, enda gangi lögreglan aldrei svo langt í slíkum málum, líkt og því sem átti sér stað á veitingastaðnum í Hafnarfirði. Hefðu ferðamennirnir hins vegar staðið við það að neita að greiða fyrir matinn, þá hefði lögreglan safnað upplýsingum um þá og væntanlega kært þá fyrir fjársvik. „Við leitum alltaf að meðalhófinu,“ segir Margeir við Vísi um málið. Frá Neytendastofu fengust þær upplýsingar að veitingastaðir hafi almennt frekar frjálsar hendur þegar kemur að skammtastærðum. Nema þeir hafi auglýst fyrirframgefna skammtastærð, 120 gramma steik, 200 gramma hamborgara, 16 tommu pizzu, svo dæmi séu tekin, en afgreiddur réttur næði ekki þeirri stærð. Þá væri veitingastaðurinn búinn að gera sig sekan um villandi upplýsingar, sem og ef hann auglýsir veglegan rétt með mynd en sú mynd sé í engu samræmi við afgreiddan rétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. 28. september 2016 07:21 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í Hafnarfirði í gærkvöldi vegna átta ferðamanna sem neituðu að greiða fyrir mat og drykk. Ferðamennirnir voru ósáttir við skammtastærðirnar á veitingastaðnum, vildu fá meira fyrir peninginn og neituðu því að borga.Sjá einnig: Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Greint var frá þessu í dagbók lögreglunnar í morgun en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi ekki algengt að lögreglan sé kölluð til vegna svona mála, þar sem viðskiptavinir neita að greiða fyrir mat á veitingastöðum. Hann segir málið ekki hafa gengið svo langt að ferðamönnunum hafi verið hótað handtöku, enda gangi lögreglan aldrei svo langt í slíkum málum, líkt og því sem átti sér stað á veitingastaðnum í Hafnarfirði. Hefðu ferðamennirnir hins vegar staðið við það að neita að greiða fyrir matinn, þá hefði lögreglan safnað upplýsingum um þá og væntanlega kært þá fyrir fjársvik. „Við leitum alltaf að meðalhófinu,“ segir Margeir við Vísi um málið. Frá Neytendastofu fengust þær upplýsingar að veitingastaðir hafi almennt frekar frjálsar hendur þegar kemur að skammtastærðum. Nema þeir hafi auglýst fyrirframgefna skammtastærð, 120 gramma steik, 200 gramma hamborgara, 16 tommu pizzu, svo dæmi séu tekin, en afgreiddur réttur næði ekki þeirri stærð. Þá væri veitingastaðurinn búinn að gera sig sekan um villandi upplýsingar, sem og ef hann auglýsir veglegan rétt með mynd en sú mynd sé í engu samræmi við afgreiddan rétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. 28. september 2016 07:21 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Ferðamenn neituðu að borga fyrir matinn á veitingastað í Hafnarfirði Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. 28. september 2016 07:21